Stefna að því að tífalda hlutfall kvenna

Sandra Mjöll Sigurðardóttir með glæsilegan urriða úr Þingvallavatni.
Sandra Mjöll Sigurðardóttir með glæsilegan urriða úr Þingvallavatni. Ljósmynd/HKT

FUSS, félag ungra í skot- og stangveiði stóð fyrir stelpuferð í Þingvallavatn í vikunni. Það var Helga Kristín Tryggvadóttir stjórnarmaður í félaginu sem leiddi hópinn. Hún sagði í samtali við Sporðaköst að mikil ánægja hefði verið með ferðina. Veiðin var líka virkilega góð, en 36 fiskum var landað. 34 urriðar og tvær bleikjur. Þar fyrir utan voru nítján fiskar misstir.

Sylvía Ösp Símonardóttir landaði þessari fallegu bleikju.
Sylvía Ösp Símonardóttir landaði þessari fallegu bleikju. Ljósmynd/HKT

„Við efndum til ferðarinnar í þeirri viðleitni að auka hlut kvenna í félaginu hjá okkur. Núna eru einungis tvö prósent félagsmanna konur en við stefnum að því að koma því hlutfalli upp í tuttugu prósent í árslok,“ sagði Helga Kristín.

Hafrún Tryggvadóttir með einn af 34 urriðum sem hópurinn landaði.
Hafrún Tryggvadóttir með einn af 34 urriðum sem hópurinn landaði. Ljósmynd/HKT

Flestar sem tóku þátt í ferðinni eru byrjendur og voru að landa sínum fyrstu fiskum á flugu. Ferðin var nýtt til að uppfræða um silungsveiði almennt og var farið yfir flugur og tauma og fleiri grunnatriði í veiði.

Þessar tóku þátt í stelpuferð FUSS í Þingvallavatn. Mikil hámingja …
Þessar tóku þátt í stelpuferð FUSS í Þingvallavatn. Mikil hámingja og enn meiri áhugi. Ljósmynd/FUSS

„Það mátti alveg heyra á stelpunum að þeim hefði þótt veiðin frekar fráhrindandi þar sem strákar eru í svo miklum meirihluta og erfitt að byrja. Flestar eiga þær pabba sem græjaði allt fyrir þær fyrir ferðina. Við vorum sammála um að hvetja feður til að hafa þolinmæði og kenna börnunum sínum frá upphafi,“ sagði Helga Kristín þegar hún var spurð hvaða tónn hefði verið í umræðum um veiði í hópnum.

Þær gistu í veiðihúsinu Ásgarði, sem er í eigu Lax-á og veiddu tvo daga á ION svæðinu í Þingvallavatni.

„Yndisleg ferð, mikil hamingja og áhuginn gríðarlegur,“ sagði Helga Kristín að lokum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert