Rólegar opnanir í erfiðum aðstæðum

Þóra Hallgrímsdóttir með fyrsta laxinn úr Kjósinni á nýju veiðitímabili. …
Þóra Hallgrímsdóttir með fyrsta laxinn úr Kjósinni á nýju veiðitímabili. Hann mældist 61 sentímetri og tók míkrótúbu í Kvíslarfossi. Óðinn Elísson er með henni. Ljósmynd/HE

Nokkrar af þekktustu laxveiðiánum á Íslandi voru opnaðar í morgun. Veiði hófst í Miðfjarðará, Laxá í Kjós og Eystri-Rangá. Tveir laxar komu á land í Kjósinni við einstaklega erfiðar aðstæður. Haraldur Eiríksson leigutaki segir að menn hafi tekið morguninn rólega enda ekki besta veiðiveðrið.

Arthur Galvez og Gunnar Örlygsson með lax þess síðarnefnda. Þessi …
Arthur Galvez og Gunnar Örlygsson með lax þess síðarnefnda. Þessi lúsugi lax mældist 65 sentímetrar. Ljósmynd/HE

„Aðstæður voru bara skelfilegar. Við fórum út í þrjár til fjórar gráður og norðanfræsing. Við fórum seint út og sáum slatta af fiski og Laxfoss geymir nokkuð af fiski og Kvíslarfoss líka. Auðvitað eiga eftir að koma stundir þar sem við gerum eitthvað, en við hreyfðum ekki fisk fyrr en fór að hlýna. Norðanáttin datt aðeins niður rétt fyrir hádegi og þá náðu veiðimenn tveimur í Kvíslarfossi,“ sagði Haraldur í samtali við Sporðaköst.

Kátur kokkur. Siggi Hall gerir klárt fyrir hina rómuðu laxasúpu.
Kátur kokkur. Siggi Hall gerir klárt fyrir hina rómuðu laxasúpu. Ljósmynd/HE

Báðir laxarnir voru smálaxar, 61 og 65 sentímetrar og annar var lúsugur. Það var Þóra Hallgrímsdóttir sem veiddi fyrsta laxinn í Kjósinni í ár og tók hann mikrótúbu.

Siggi Hall eldar í Kjósinni að nýju og tvær reglur hafa nú verið endurvaktar; laxasúpa í hádegi á opnunardegi og hangikjöt á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.

Eins og staðan er núna er vitað um einn landaðan í Eystri-Rangá. Hann kom á land í Tóftarhyl og tveir voru misstir.

Myndir hafa birst frá Miðfjarðará á facebook með fyrsta laxinum. 

Fréttin verður uppfærð

Það er staðfest að tveir laxar komu á land í Eystri–Rangá á þessari fyrstu vakt. Eins og fyrr segir veiddist fiskur í Tóftarhyl og annar í Mjóanesi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert