Átta stórlaxar í opnun í Miðfirði

Rafn Valur Alfreðsson með fallegan tveggja ára lax úr Miðfjarðará. …
Rafn Valur Alfreðsson með fallegan tveggja ára lax úr Miðfjarðará. Þetta var einn af átta í dag sem veiðimenn handfjötluðu. Ljósmynd/Aðsend

Miðfjarðará, sem hefur verið eitt sterkasta vígi laxins á Íslandi síðustu ár, gaf átta stórlaxa fyrsta veiðidaginn. Eins og á öðrum veiðislóðum var veðráttan ekki til að hjálpa veiðimönnum. Skítakuldi og rok. Áin köld eftir því.

Ársæll Bjarnason með fallega hrygnu úr Austárgljúfrum.
Ársæll Bjarnason með fallega hrygnu úr Austárgljúfrum. Ljósmynd/Aðsend

Engu að síður var átta tveggja ára löxum landað og yljaði það veiðimönnum í slagsmálum við veðurguðina.

Stærsti fiskur dagsins var 85 sentimetrar og voru flestir flestir laxarnir í kringum áttatíu sentimetra, plús mínus.

Mark Riley, breskur veiðimaður, með einn af þessum flottu opnunarfiskum.
Mark Riley, breskur veiðimaður, með einn af þessum flottu opnunarfiskum. Ljósmynd/Aðsend

„Fjórir komu úr Austurárgljúfrum, tveir í Miðfjarðará og tveir í Vesturá,“ upplýsti Rafn Valur Alfreðsson í samtali við Sporðaköst.

„Þetta var ömurlegt veður og Austuráin mjög græn. Það var sól og gargandi rok. Maður stóð ekki niðri á svæði eitt, sem er Miðfjarðaráin sjálf,“ upplýsti Rafn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert