Fyrsti lax úr Grímsá kom úr Lækjarfossi

Í fyrsta kasti tók lax í Laxfossi. Sannkallaður Stórlax segir …
Í fyrsta kasti tók lax í Laxfossi. Sannkallaður Stórlax segir Jón Þór Júlíusson. Fiskurinn fór langt niður á undirlínu og misstist. Ljósmynd/Hreggnasi

Veiði hófst í Grímsá í Borgarfirði í morgun. Aðeins var veitt á fjórar stangir og byrjuðu menn rólega í morgun, enda skilyrði erfið. Mjög kalt og áin ísköld. Fyrsti lax sumarsins kom á land í Lækjarfossi og var það erlendur veiðimaður sem landaði áttatíu sentímetra hrygnu. Hún tók Sunray Shadow.

Töluverð spenna var í veiðimönnum í morgunsárið, því slangur af stórlaxi hafði sést í Laxfossi, neðan við veiðihúsið. Í fyrsta kasti var sett þar í lax og var það fullorðinn fiskur að sögn Jóns Þórs Júlíussonar. Sá lax for langt niður á undirlínu hjá veiðimanni og misstist. Sama er að segja af laxi sem tók flugu í Strengjunum. Hann lak af.

Skemmtileg loftmynd af Laxfossi. Nokkrir laxar liggja á ská niður …
Skemmtileg loftmynd af Laxfossi. Nokkrir laxar liggja á ská niður af veiðimanninum. Þeir munu taka þegar fer að hlýna. Ljósmynd/Hreggnasi

„Það voru vonbrigði að ekki skyldu koma fleiri fiskar á land í morgun. En það er svo kalt á morgnana að það er erfitt að hreyfa þá. Það kemur þegar fer að votta fyrir sumri,“ sagði Jón Þór í samtali við Sporðaköst.

Átök á Klöppinni í Grímsá.
Átök á Klöppinni í Grímsá. ljósmynd/Hreggnasi

Um það leyti sem fréttin birtist hér á mbl var sett í 88 sentímetra hrygnu og henni landað. Skilaboðin frá Jóni Þór voru stutt. „Annar kominn af dalnum. Klöpp 88 sentímetrar.“

Klöppin er magnaður veiðistaður og má hiklaust telja hana einn af lykilstöðum Grímsár.

Þessi 88 sentímetra hrygna er aðeins komin með lit. Hún …
Þessi 88 sentímetra hrygna er aðeins komin með lit. Hún hefur gengið í ána í maí. Ljósmynd/Hreggnasi

Tölur sem Landssamband veiðifélaga birtu á vef sínum angling.is í morgun staðfesta þá rólegu byrjun sem laxveiðimenn eru að upplifa.

Þetta eru tölurnar yfir þær ár þar sem veiði er hafin. Miðast þær við lok veiðidags 16. júní.

Urriðafoss      194

Norðurá          39

Þverá/Kjarrá    35

Miðfjarðará      13

Blanda              8

Laxá í Kjós        3

Eystri-Rangá     3

Laxá í Leir.        2

Straumarnir      2

Skuggi             1

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert