Fyrstu laxarnir úr Langá

Sigurjón Gunnlaugsson með fallegan smálax úr Langá í morgun. Jógvan …
Sigurjón Gunnlaugsson með fallegan smálax úr Langá í morgun. Jógvan söngvari vissi um tvo fiska. Ljósmynd/JH

Veiði er hafin í Langá á Mýrum og nokkuð hefur sést af laxi neðst í ánni. Jógvan Hansen, söngvari og veiðimaður, er einn þeirra sem er að opna Langá. Hann sagði í samtali við Sporðaköst að hann vissi um tvo laxa sem væru komnir á land.

„Hann er mættur, lúsugur og glæsilegur. Við höfum verið að sjá hann stökkva fyrir framan nefið á okkur,“ sagði Jógvan. Hann nefndi að skilyrði í morgun hefðu verið býsna erfið. Ekki nema þriggja gráðu lofthiti og áin skítköld.

Gústaf Vífilsson með langárlax. Aðstæður í morgun voru krefjandi. Þriggja …
Gústaf Vífilsson með langárlax. Aðstæður í morgun voru krefjandi. Þriggja gráðu hiti og áin köld eftir því. Ljósmynd/JH

Fleiri ár eru að fara að opna og horfa margir spenntir til Elliðaánna sem opna á morgun, með hefðbundnum hætti. Borgarstjóri og Reykvíkingur ársins mæta þar klukkan sjö í fyrramálið. Nokkuð er síðan fyrstu laxarnir sáust ganga í borgarperluna.

Þær systur, Víðidalsá og Vatnsdalsá, opna á morgun og hefur sést eitthvað af fiski í þeim báðum en menn eru með afar hóflegar væntingar fyrir opnuninni.

Laxá í Aðaldal opnar einnig á morgun og nú með nýju fyrirkomulagi, þar sem Nessvæðið er nú komið inn í heildarskiptingu. Laxar hafa sést á nokkrum stöðum í Laxá.

Síðast en ekki síst þá opnar Ytri-Rangá á morgun og þar hafa sést laxar í Djúpósi og Breiðabakka.

Opnunarholl fram til þessa hafa öll verið á rólegum nótum ef undanskilin er opnun í Miðfjarðará sem skilaði 23 löxum og er það meira en í fyrra þegar opnunarhollið var með 18 laxa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert