Spennandi opnunardagur í Stóru 1 og 2

Maríulax. Ástbjört Viðja Harðardóttir hæst ánægð með maríulaxinn í opnun …
Maríulax. Ástbjört Viðja Harðardóttir hæst ánægð með maríulaxinn í opnun í Stóru í gær. Ljósmynd/Hörður

Veiði byrjar á góðum nótum í Stóru–Laxá í Hreppum. Fyrst var svæði fjögur opnað og endaði opnunarhollið í átján fiskum sem er mun betra en í fyrra. Svæði 1 og 2 opnaði í dag og var ellefu fiskum landað fyrir hádegi. Seinni vaktin var rólegri en lokatalan fyrir opnunardaginn endaði í fimmtán löxum.

Skemmtileg veiðimynd. Laxinn ekki alveg farinn eftir sleppingu en veiðimaðurinn …
Skemmtileg veiðimynd. Laxinn ekki alveg farinn eftir sleppingu en veiðimaðurinn telur þessu lokið. Ljósmynd/SMG

Veiðimenn sem Sporðaköst ræddu við í kvöld voru sammála um að töluvert magn væri af laxi á svæðinu fyrir ofan Laxárholt. Þá eru ánægjulegar fréttir að Kálfhagahylur er aftur kominn inn og fengust laxar þar í dag. Svona skiptist veiðin fyrsta daginn. Stuðlastrengir gáfu sjö laxa. Bergsnös gaf þrjá, Kálfhagahylur sömuleiðis. Brúarbreiða og Stekkjarnef einn.

Sigurður Marcus Guðmundsson með flottan fisk sem veiddist í gær.
Sigurður Marcus Guðmundsson með flottan fisk sem veiddist í gær. Ljósmynd/FMS

Árni Baldursson leigutaki sagði í samtali við Sporðaköst í kvöld að það væri honum sérstakt ánægjuefni að Kálfhagahylur væri aftur dottinn inn og mölin úr honum hefði hreinsast burt. „Já, ég sé að þetta er töluvert betri opnun en í fyrra og gaman að því,“ sagði Árni. Rétt áður en við kvöddum hann sagði hann. „Það er ganga.“

Friðjón Mar Sveinbjörnsson, eigandi Veiðiflugna á Langholtsvegi tekst á við …
Friðjón Mar Sveinbjörnsson, eigandi Veiðiflugna á Langholtsvegi tekst á við einn fullorðinn. Friðjón hafði betur. Ljósmynd/SMG

Stórlaxinn var í aðalhlutverki eins og oft er á þessum tíma árs. Þrír laxanna voru smálaxar en allir hinir voru áttatíu plús.

Stutt er síðan að net fóru niður í Ölfusá og Hvítá sem er gönguleið laxins upp í Stóru–Laxá. Nú hafa hins vegar nokkrar netalagnir verið keyptar upp á svæðinu af og ljóst að fleiri fiskar munu finna leið á uppeldisstöðvar í sumar, en áður.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert