Kampavín og kavíar í Víðidalsá

Sextán veiðikonur eru staddar í Víðidalsá, undir merkjum kampavíns og …
Sextán veiðikonur eru staddar í Víðidalsá, undir merkjum kampavíns og kavíars. Hér er gleðin við völd og veiðin bara allt í lagi. Ljósmynd/IO

Öflugt kvennaholl er að störfum í Víðidalsá þessa dagana. Þarna er á ferðinni félagsskapurinn Kampavín og kavíar. Sextán veiðikonur fylla hollið og hafa verið í ágætisveiði. Harpa Hlín Þórðardóttir leiðir hópinn og sagði hún í samtali við Sporðaköst að allt væri upp á tíu. 

„Við erum held ég búnar að slá heimsmetið í happy hour, aftur. Það er mikill metnaður lagður í gæði á því sviði og Erla Jóhannsdóttir stýrir því af fagmennsku og er happy hour-drottningin okkar,“ upplýsti Harpa.

Afmælisbarn dagsins, Gerður Bárðardóttir með maríulaxinn sinn sem hún veiddi …
Afmælisbarn dagsins, Gerður Bárðardóttir með maríulaxinn sinn sem hún veiddi í morgun. Alvöru afmælisgjöf. Ljósmynd/IO

Það er ekki bara boðið upp á kampavín og kavíar. Miklu af ostum og skinku, jarðarberjum og öðru góðgæti er reglulega stillt upp. Þá er ekki til að draga úr stemningunni að soundboxið er alltaf í gangi og jafnvel boðið upp á lifandi fiðluleik, þegar það þykir við hæfi.

Harpa sagði veiðina vera með ágætum og hollið væri komið með eitthvað í kringum tíu laxa og töluvert af fallegri bleikju.

„Afmælisbarn dagsins, hún Gerður Bárðardóttir, fékk maríulaxinn sinn í morgun í Dalsárósi og það var sérstakt gleðiefni að fá svona afmælisgjöf,“ sagði Harpa.

Bleikjan er líka farin að gefa sig í Víðidalnum. Harpa …
Bleikjan er líka farin að gefa sig í Víðidalnum. Harpa Hlín er hér með fallega bleikju með afmælisbarninu. Sjálf átti Harpa afmæli í gær. Ljósmynd/IO

Það er greinilegt á öllu að fiskur er að ganga í Víðidal og er áin kominn í fimmtíu laxa til þessa. Mikið er af laxi á neðsta svæðinu og einnig neðarlega í Fitjá, sem er hliðará Víðidalsár. Við þessar aðstæður eykst bjartsýni um að meira sjáist af fiski í þeim stóra straumi sem nær hámarki á sunnudag.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert