Laxinn er að ganga nýjan farveg Hítarár

Dýri Kristjánsson með nýrunninn smálax úr Breiðinni í Hítará.
Dýri Kristjánsson með nýrunninn smálax úr Breiðinni í Hítará. Ljósmynd/Hítará

Sautján laxar voru gengnir í gegnum teljarann í Hítará í gær. Hann er staðsettur neðst við skriðuna miklu, sem féll fyrir þremur árum í Hítardal og gerbreytti árfarvegi árinnar. Skriðan féll 7. júlí 2018.

Margir óttuðust um framtíð laxveiði í Hítará eftir hamfarirnar og hafa staðið deilur um hvort grafa eigi í gegnum skriðuna eða láta nýja farveginn halda sér. 

Leigutaki Hítarár, Orri Dór, hafði samband við Sporðaköst og sagði að í vor hefði teljara verið komið fyrir neðst við skriðuna miklu til að sjá hversu mikið af laxi gengi nýja farveginn. „Sautján eru farnir í gegn núna, og upp fyrir skriðuna í nýjum farvegi,“ sagði Orri Dór í samtali við Sporðaköst í gærkvöldi.

En hver er gangurinn í veiðinni?

„Það er góður gangur á neðri svæðunum. Áin er að detta í fimmtíu laxa og við erum bara nokkuð sátt. Góðu fréttirnar eru að lax veiddist nýlega ofarlega í Grjótá, hliðará Hítarár,“ sagði Orri Dór.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert