Þrettán ára með þvílíkar kusur

Sveinn með 65 sentímetra bleikju sem hann veiddi fyrir austan. …
Sveinn með 65 sentímetra bleikju sem hann veiddi fyrir austan. Þessi tók Black Ghost. Ljósmynd/SJ

Sveinn Jónsson, þrettán ára gamall veiðisnillingur sem býr á Egilsstöðum, setti heldur betur í flottar fjallableikjur á dögunum. Hann er hér með tvær glæsilegar kusur, eins og stórar bleikjur eru gjarnan kallaðar. Hann veiddi þær í á inni á hálendinu fyrir austan. Hann vill ekki gefa upp staðsetningu svo þar fyllist ekki allt af veiðimönnum og gangi mögulega nærri þessari perlu.

Heldur minni, eða 62 sentímetrar. Þetta er upprennandi veiðimaður sem …
Heldur minni, eða 62 sentímetrar. Þetta er upprennandi veiðimaður sem nýtur sín best úti í náttúrunni. Ljósmynd/SJ

Það er ekki mikið af bleikju í ánni en hún getur orðið mjög stór. Bleikjurnar sem myndirnar eru af, eru 62 og 65 sentímetrar. Báðum var sleppt eftir æsilega baráttu. Önnur bleikjan tók Black Ghost en hin litla púpu, andstreymis með tökuvara. Græjurnar eru í léttari kantinum eða 10 feta Sage fyrir línu #4.

Sveinn sagði í samtali við Sporðaköst að hann hefði verið mjög lengi með stærri bleikjuna. Sennilega einar tuttugu mínútur. Sporðaköst óska honum til hamingju með þessa verðugu fulltrúa fjallableikjunnar. Báðum var þeim sleppt eftir myndatöku.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert