Tvíburarnir tóku kvótann í Leirvogsá

Tvíburarnir, Gunnar og Magnús Geir veiða Leirvogsána í gær. Tóku …
Tvíburarnir, Gunnar og Magnús Geir veiða Leirvogsána í gær. Tóku kvótann og það var auðvelt. Ljósmynd/MGG

Tvíburarnir Magnús og Gunnar Gunnarssynir tóku kvótann í Leirvogsá í gær og voru frekar fljótir að því. Samtals lönduðu þeir sextán löxum á maðk og voru hættir frekar snemma. „Já, þetta var bara auðvelt að ná kvótanum. Það er fullt af fiski í Leirvogsánni og hann er á mörgum stöðum,“ upplýsti Magnús í samtali við Sporðaköst.

Bræðurnir með flotta laxa úr Urriðafossi, en þeir tóku kvótann …
Bræðurnir með flotta laxa úr Urriðafossi, en þeir tóku kvótann þar líka fyrr í sumar. Ljósmynd/MGG

Þeir bræður er algerlega mótfallnir veiða og sleppa en talsmenn hóflegra kvóta. „Hvar hefur veiði aukist eftir eftir að veiða og sleppa byrjaði? Spyr Magnús.

Er mikið af fiski í Leirvogsánni?

„Hún var alveg kjaftfull af fiski. Það voru þrjátíu fiskar í Móhyl, einhverjir tugir í Kvörninni, tugir í Brúarhylnum og fullt af fiski á pallinum neðan við Kvörnina. Svo voru einir tíu fimmtán uppi í Snoppufljóti og víðar,“ sagði Magnús um daginn í Leirvogsá í gær. Þeir keyptu bæði fyrri og seinnipart til að ná heilum degi.

Næstu kynslóð kennd handtökin. Thelma Magnúsdóttir með pabba sínum. Hún …
Næstu kynslóð kennd handtökin. Thelma Magnúsdóttir með pabba sínum. Hún féll þennan í Urriðafossi og einnig fisk í Leirvogsá í gær. Ljósmynd/MGG

Magnús segir að Gunnar bróðir hans hafi einmitt upplifað Leirvogsána svona í fyrra. Verið fullt af fiski í henni. Frekar lítið hefur verið skráð í rafrænu veiðibókina upp á síðkastið og segist Magnús ekki hafa skýringu á því. En þeir voru einmitt að fara að skrá veiðina. Fyrir má sjá í bókinni 23 skráningar þannig að þeir bræður fara langt með að tvöfalda veiðina. Auðvitað getur verið að vanti einhverja fiska en þá er um að gera fyrir veiðimenn að lagfæra það.

Breska hollið var með 44 laxa. Stefán Hjaltested leiðsögumaður lengst …
Breska hollið var með 44 laxa. Stefán Hjaltested leiðsögumaður lengst til vinstri og Helgi Sigurðsson lengst til hægri. Ljósmynd/Hítará

Holl með 44 í Hítará

Breskir veiðimenn sem luku veiðum í Hítará gerðu góða veiði og lönduðu 44 löxum á þremur dögum. Þar með er Hítará komin í 154 laxa og er veiðin komin á svipaðan stað og hún var í fyrra, eftir rólega byrjun. Helgi Sigurðsson var leiðsögumaður með Bretunum ásamt Stefáni Hjaltested og segir Helgi að ágætis magn af laxi sé komið í ána og hann sé vel dreifður. 

Heitustu staðirnir í ánni núna eru Oddafljót, Steinastrengur, Breiðin, Kverkin og Ármótin. Nýir staðir í efri hluta eins og Skógargljúfur og Hólmi líka farnir að gefa vel. Mjög gott vatn er í ánni núna,“ sagði Helgi í samtali við Sporðaköst. Þá benti hann á að mikið væri af fiski í Langadrætti og Grettisstiklum. Stærsti laxinn úr Bretahollinu mældist 85 sentímetrar og fékkst hann í Skógargljúfri sem er nýr veiðistaður ofarlega í ánni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert