Laxveiðin sveiflast ótrúlega milli ára

Reynir Sigmundsson leiðsögumaður með 98 sentímetra lax sem viðskiptavinur veiddi …
Reynir Sigmundsson leiðsögumaður með 98 sentímetra lax sem viðskiptavinur veiddi í morgun í Eystri-Rangá. Hann var með halalús, sem þýðir að hann er nýkominn úr sjó. Ljósmynd/Kolskeggur

Fyrir réttu ári birtum við hér á mbl og í Morgunblaðinu töflu yfir veiði í helstu laxveiðiánum. Teknar voru tölur til samanburðar frá árinu 2019 og 2018. Þegar veiðin núna er borin saman við tölur síðustu þriggja ára á þessum tíma kemur í ljós að veiðin sveiflast ótrúlega mikið. Sumar ár er ekki að ná veiðinni sem var hörmungaárið 2019 á meðan að aðrar eru að gera töluvert betur en í fyrra.

Hér er tafla frá í fyrra sem miðast við þessar …
Hér er tafla frá í fyrra sem miðast við þessar dagsetningar. Hún sýnir hversu miklar sveiflur eru í veiðinni milli ára. Ljósmynd/mbl

Rétt er hins vegar að hafa í huga að útlitið núna er betra en 2019. Fiskur er enn að ganga í Borgarfirði og þykir það frekar seint. Í Rangánum hafa menn verið að fá stóra morgna núna og enn er að ganga lúsugur tveggja ára fiskur í Eystri-Rangá. Þannig veiddist einn slíkur í morgun og mældist hann 98 sentímetrar og skartaði halalús.

Förum aðeins yfir stöðuna og samanburðinn.

Eystri-Rangá var með 492 laxa samkvæmt angling.is þann 21. júlí. Það er langt undir þessum samanburðarárum og í raun ekki nema helmingur af þeirri veiði sem hún var skila á þessum tíma 2018 og 2019. Síðasta ár var sögulegt en þá var hún komin í 2.300 laxa á þessum tíma.

Urriðafoss er með aðeins betri veiði en síðustu tvö ár. Hins vegar töluvert undir veiði samanborið við 2018. Þá voru komnir 955 laxar á land 25. júlí. Nú er svæðið með 741 lax.

Norðurá sker sig aðeins úr. Aðeins höfðu veiðst 184 laxar í henni 2019, á þessum tíma. Hún er þann 21. júlí skráð með 717 laxa og er það töluvert meira en í fyrra. Sumarið 2018 var hún í 1.231 laxi um þetta leiti sumars.

Miðfjarðará er töluvert undir veiðinni öll þessi viðmiðunarár, eins og sést í töflunni en 363 laxar voru skráðir þar 21. júlí. Þar hefur aftur á móti verið góð veiði síðustu daga.

Þverá/Kjarrá er töluvert yfir veiðinni tvö síðustu ár með 567 laxa. Árið 2018 var hún með 1.817 laxa á þessum tíma.

Haffjarðará er betri en 2019, en lakari en í fyrra. Landað hefur verið 377 löxum. 2018 stóð hún í 948 löxum á þessum tíma.

Langá, Blanda, Laxá á Ásum, Selá, Hofsá og Hítará eru allar með minni veiði en á sama tíma í fyrra. Misjafnlega mikið vantar upp á en allt útlit er fyrir að þetta ár fari ekki í sögubækurnar og nái tæpast meðaltalsveiði. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert