Ævintýrablær yfir Sportveiðiblaðinu

Nýtt Sportveiðiblað er komið út og meginþema blaðsins að þessu …
Nýtt Sportveiðiblað er komið út og meginþema blaðsins að þessu sinni er, ævintýri og ævintýraslóðir. Ásgeir Heiðar veiðileiðsögumaður prýðir forsíðu blaðsins að þessu sinni. Ljósmynd/IB

Margar ævintýraslóðir eru fetaðar í nýjasta tölublaði af Sportveiðiblaðinu, sem nú er komið í dreifingu. Þær ævintýraslóðir eru flestar hér á landi en einnig í óbyggðum Kanada.

Ólafur Tómas Guðbjartsson fer í hópi veiðimanna að kanna lítt þekktar slóðir bleikju og urriða í Vestur-Skaftafellssýslu. Þeir fara meðal annars í árnar Syðri- og Nyrðri-Ófæru. Þar lenda þeir félagar í veiðiævintýrum í bland við náttúruupplifanir sem Ólafur Tómas lýsir á skemmtilegan hátt.

Þeir Hrafn Ágústsson og Ólafur Ágúst Haraldsson, „Caddisbræður,“ deila upplifun sinni af næturveiði þar sem hún er leyfð á annað borð.

Víðáttur óbyggða Kanada eru ritvöllur Rasmus Ovesen sem greinir frá ferðalagi langt út fyrir siðmenninguna í leit að lítt snortnum veiðisvæðum þar sem kröftugar geddur og risableikjur halda sig. Vatnið heitir Phelps-vatn.

Helstu veiðistaðir Hallar á Skaga eru kynntir fyrir veiðimönnum og sömu sögu er að segja af því spennandi veiðivatni Tangavatni sem Sveinn bóndi á Galtalæk hugsar um og selur veiðileyfi í.

Ásgeir Heiðar leiðsögumaður og atvinnuskytta deilir nokkrum af þeim ævintýrum sem hann hefur lent í við leiðsögn á heimsþekktum veiðimönnum í Laxá í Kjós og víðar. Þar stendur án ef upp úr frásögn hans af því þegar hann var með þáverandi forseta Alþjóðabankans í leiðsögn, einmitt í Kjósinni. Þetta var fyrir tíma GSM-síma og var bara hægt að ná í veiðimenn með því að hringja í veiðihúsið. Þær voru margar ferðirnar sem Ásgeir Heiðar keyrði með forsetann í veiðihúsið til að taka við símtölum, sitt á hvað frá Boris Jeltsín forseta Rússlands og Kofi Annan, sem þá var aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Ásgeir telur líklegast að þarna hafi Kjósin verið vettvangur lánsumsóknar Rússlands til Alþjóðabankans.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert