Eystri-Rangá fyrst yfir þúsund laxa

Davíð með 90 sentímetra hæng úr Þverá í Fljótshlíð en …
Davíð með 90 sentímetra hæng úr Þverá í Fljótshlíð en þar er að lifan yfir veiðinni. Eystri-Rangá varð fyrst til að ná þúsund löxum í sumar. Ljósmynd/Kolskeggur

Eystri-Rangá varð fyrsta laxveiðiáin í sumar til að brjóta þúsund laxa múrinn. Jafnvel var búist við að Norðurá yrði fyrsta áin til að ná þessari tölu, en Eystri-Rangá er að skila sjötíu til áttatíu löxum á dag þessa dagana.

Jóhann Davíð Snorrason, framkvæmdastjóri Kolskeggs, sem rekur Eystri-Rangá og fleiri ár á Suðurlandi, birti fyrr í dag póst á síðu Kolskeggs. Þar er upplýst að áin er komin yfir þúsund laxa, enda var veiðin í gær ríflega sjötíu fiskar og vitað að hún var komin í 950 laxa.

Besti dagurinn til þessa í Eystri eru 85 laxar. Hún hefur undanfarin ár gefið mun betri veiði en þetta. Viðkvæðið í ár er hins vegar að laxinn sé seinn á ferðinni og vonandi er það rétt. Þannig er Affallið og Þverá í Fljótshlíð, sem Kolskeggur er einnig með, að hjarna við eftir lélega byrjun.

Norðurá mun að öllum líkindum ná þessu sama marki fljótlega.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert