Helmingi færri hundraðkallar en í fyrra

Magni með hundraðkallinn. Vigfús leiðsögumaður er nýbúinn að háfa þennan …
Magni með hundraðkallinn. Vigfús leiðsögumaður er nýbúinn að háfa þennan mikla hæng. Ljósmynd/Laxá í Aðaldal

Fjórði laxinn, sem mælist hundrað sentimetrar eða meira, veiddist í Laxá í Aðaldal í morgun. Það var Magni Jónsson sem setti í stórlaxinn í Bjargstreng, neðan Æðarfossa. Naut hann leiðsagnar Vigfúsar Bjarna Jónssonar.

Sporðaköst hafa staðfestar upplýsingar um ellefu fiska í þessum stærðarflokki í sumar. Það er mun minna en á sama tíma í fyrra, þegar þeir voru orðnir tuttugu talsins.

Magni með stórlaxinn úr Bjargstreng. Þetta er sá fjórði í …
Magni með stórlaxinn úr Bjargstreng. Þetta er sá fjórði í sumar úr Laxá. Ljósmynd/Laxá í Aðaldal

„Við vorum ekkert að skyggna Bjargstrenginn,“ sagði Vigfús í samtali við Sporðaköst. „Við fórum bara beint niður og í þriðja kasti kom hann og tók Sunray.“

Þegar fiskur af þessari stærð tekur í Bjargstreng er það ávísun á ævintýri, Það varð enda raunin hjá þeim félögum. Fiskurinn tók strauið og fór undir göngubrúna.

„Þetta var sterkur fiskur. Til að byrja með lá hann rólegur í töluvert miklum straum í strengnum. Svo auðvitað tók hann strauið niður og undir litlu göngubrúna. Ég þurfti að fara á magann til að koma stönginni undir brúna. Eftir það rauk hann niður á Breiðu og við lönduðum honum þar eftir um það bil hálftíma viðureign,“ sagði Magni í samtali við Sporðaköst.

Þetta er ekki stærsti lax sem Magni hefur landað. Hann fékk 102 sentímetra lax í einmitt Laxá og var það í Suður-Hólma fyrir aldamót.

Magni er ánægður með stöðuna á Laxá. Fiskur er dreifður og frekar lítið slýrek miðað við árstíma.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert