Ekkert lát á útbreiðslu á hnúðlaxi

Guðrún Ósk Ársælsdóttir með hnúðlaxahæng, sem er kominn í riðbúning. …
Guðrún Ósk Ársælsdóttir með hnúðlaxahæng, sem er kominn í riðbúning. Þessi veiddist í Brúará. Ljósmynd/GÓÁ

Útbreiðsla á hnúðlaxi á Íslandi er mjög vaxandi. Tilkynningar hafa streymt til Sporðakasta síðustu daga. Ljóst er að mikið er af þessum aðskotafiski í sumum ám og hann er víðar en áður hefur þekkst.

Tilkynningar hafa borist frá Spóastöðum í Brúará, þar sem hnúðlaxahængur kominn í riðbúning veiddist í vikunni, eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni.

Brunná í Öxarfirði hefur að öllum líkindum einnig tekið á móti þessum nýbúa í íslensku vatnakerfi.

Tilkynning barst um hnúðlax í Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi í vikunni. Var það 45 sentímetra hængur.

Holl sem var að veiðum í Sandá í Þistilfirði landaði tveimur hnúðlöxum í vikunni.

Ljóst er að mikið er af þessum Kyrrahafslaxi á NA-horninu. Ellefu eru skráðir til bókar í Hofsá og fjórir í Selá. Þá er Sogið á Suðurlandi greinilega að geyma töluvert magn af hnúðlaxi. Bara í Bíldsfelli eru fjórir færðir til bókar.

Rétt er að hnykkja á því að Hafrannsóknastofnun óskar eftir að fá þessa fiska, heilfrysta til rannsóknar. Sporðaköst hvetja veiðimenn áfram til að senda tilkynningar um veiði á hnúðlaxi á netfangið eggertskula@mbl.is.

UPPFÆRT

Skömmu eftir að fréttin birtist hafði Sigfinnur Mikaelsson samband við Sporðaköst og skrifaði; „Ég veiddi hnúðlax 45 cm hrygnu í Fjarðará í Loðmundarfirði laugardaginn 31 júlí.
Hrygnan var stútfull af hrognum og komin að hrygningu.“

Hanna Stefánsdóttir veiddi þennan hnúðlax í Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi fyrr …
Hanna Stefánsdóttir veiddi þennan hnúðlax í Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi fyrr í vikunni. Hann mældist um 45 sentímetrar. Mikilvægt er að upplýsa um þessa veiði svo hægt sé að fylgjast með útbreiðslunni. Ljósmynd/HS
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert