Fyrstu laxarnir komnir úr Vatnsá

Tekist á við lax í Frúarhyl í Vatnsá. Fyrstu laxarnir …
Tekist á við lax í Frúarhyl í Vatnsá. Fyrstu laxarnir eru komnir i bók í Vatnsá, en hennar besti tími er oft ekki fyrr en eftir 20. ágúst. Ljósmynd/ÁAÁ

Fyrstu laxarnir veiddust í Vatnsá, sem fellur úr Heiðarvatni, skömmu eftir mánaðamót. Vatnsá er mikil síðsumarsá og er veitt í henni fram í október. Fyrstu þrjú hollin í sumar settu í laxa en lönduðu ekki. Þeim fyrsta var landað 3. ágúst og þann dag komu tveir á land.

„Slatti af laxi hefur sloppið og töluvert af birtingi hefur verið að veiðast og má búast við að straumurinn sem nú fer að koma skili inn fyrstu göngunum. Árið í fyrra var sérstakt fyrir það hve snemma laxinn gekk, en nú virðist allt vera eins og áður, þegar laxar byrjuðu að veiðast í meira mæli upp úr 10. ágúst og allt fór á flug í lok ágúst,“ sagði Ásgeir Arnar Ásmundsson í samtali við Sporðaköst. Ásgeir er umsjónaraðili með Vatnsá og Heiðarvatni.

Hann bendir á að á árunum 2004 til 2018 hafi síðasta vikan í ágúst til 10. september oft gefið um fjörutíu prósent af veiðinni og rest komið eftir það til loka veiðitímans. 

Dæmigerður veiðistaður í Vatnsá. Lítill og viðkvæmur. Fara þarf varlega …
Dæmigerður veiðistaður í Vatnsá. Lítill og viðkvæmur. Fara þarf varlega við veiðar í henni til að draga úr líkum á að laxinn eða birtingurinn sjái veiðimanninn. Ljósmynd/ÁAÁ

„Það sem kemur kannski ekki á óvart í þessu er að birtingurinn er seinni í ár en oft áður og það skýrist líklega af mjög köldu vori. Birtingurinn gekk út fram í júlí og byrjaði að ganga aftur til baka í lok júlí. En það er bara rétt að byrja göngutímabilið í sjóbirtingnum og það gæti byrjað með næsta straumi sem væri þá hálfum mánuði seinna en í fyrra,“ sagði Ásgeir. 

Nýtt veiðihús er við Vatnsá og segir Ásgeir því hafa verið afar vel tekið af veiðimönnum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert