Stórfiskastuð í Eyjafjarðará

Aron með sjóbirtinginn af svæði þrjú. Hann vigtaði sjö kíló …
Aron með sjóbirtinginn af svæði þrjú. Hann vigtaði sjö kíló og mældist 81 sentimetri. Þeir framleiða þá ekki mikið flottari. Ljósmynd/AS

Eyjafjarðará hefur heldur betur glatt veiðimenn síðustu daga. Þar hafa verið að veiðast silungar í yfirstærð, bleikjur, sjóbirtingar og staðbundinn urriði. Sporðaköst voru í sambandi við nokkra veiðimenn sem hafa verið á hinum ýmsu svæðum árinnar síðustu daga.

Aron Sigurþórsson veiddi fjórar vaktir í ánni á svæði þrjú og landaði fjórum birtingum á bilinu 59 til 81 sentimetri. Þá fékk hann tvær bleikjur og var önnur þeirra 62 sentimetra hængur sem vigtaði sex pund. Þar fyrir utan fékk hann fimm staðbundna urriða sem voru líka flottir. Eins og Aron orðaði það: „Þetta var frábær heimsókn í Eyjafjarðará.“

Stærsti birtingurinn sem Aron landaði var 81 sentimetri og vigtaði í háf 7 kíló eða fjórtán pund.

Bleikjurnar sem Eyjafjarðará geymir eru ótrúlega flottir fiskar. Þessi mældist …
Bleikjurnar sem Eyjafjarðará geymir eru ótrúlega flottir fiskar. Þessi mældist 64 sentimetrar og tók Duracell-púpuna. Hrafn H. Hauksson er veiðimaðurinn en leiðsögumaður var Benjamín Þorri. Ljósmynd/HHH

Annar silungsveiðimaður var á sama tíma á efsta svæði Eyjafjarðarár, Hrafn H. Hauksson leiðsögumaður og fékk hann sjálfur leiðsögn frá góðkunningja Sporðakasta, Benjamín Þorra Bergssyni. Þeir gerðu heldur betur góða hluti. Á einni vakt tóku þeir tíu bleikjur og var sú stærsta 64 sentimetrar. 

„Ég þekki ekkert til þarna, þannig að Benjamín Þorri „gædaði“ mig í flesta þessara fiska. Sú stærsta tók Duracell-púpu. Mér fannst vera töluvert af fiski á svæðinu, en eins og ég segi þá þekki ég þetta lítið. Flestar bleikjurnar voru 55 til 60 sentimetrar,“ sagði Hrafn í samtali við Sporðaköst.

Staðbundnu urriðarnir er líka flottir í Eyjafirðinum.
Staðbundnu urriðarnir er líka flottir í Eyjafirðinum. Ljósmynd/AS

Benjamín Þorri er fimmtán ára og verður án efa einn af okkar bestu leiðsögumönnum í Eyjafjarðará og víðar, eftir því sem árunum fjölgar.

Áður höfðum við sagt frá veiði sem Benjamín Þorri og félagar hans höfðu lent í þar sem þeir voru að landa sannkölluðum kusum og var sú stærsta 67 sentimetrar. Frændi hans Jón Gunnar Benjamínsson landaði fyrir nokkrum dögum bleikju af fágætri stærð eða 71 sentimetra og ummálið var 39 sentimetrar. Það er fiskur sem nálgast tíu pund, en henni var sleppt.

Eyjafjarðará er virkilega að gleðja veiðimenn þessa dagana og verður gaman að fylgjast með framhaldinu í þessari silungsperlu Norðurlands.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.
100 cm Laxá í Aðaldal Björgvin Krauni Viðarsson 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert