Laxá með flesta hundraðkallana

Hafsteinn Orri Ingvason með hundrað sentimetra lax sem hann veiddi …
Hafsteinn Orri Ingvason með hundrað sentimetra lax sem hann veiddi í Vitaðsgjafa í Laxá í dag. Þetta er fimmta tröllið sem veiðist þar í sumar. Ljósmynd/Laxá í Aðaldal

Laxá í Aðaldal er ávallt í fyrsta sæti þegar kemur að stærstu löxunum sem veiðast á Íslandi. Í dag veiddi Hafsteinn Orri Ingvason hundrað sentimetra fisk á Vitaðsgjafa. Þessi magnaði hængur tók Frances míkró kón. Þetta er fimmti hundraðkallinn sem veiðist í Aðaldalnum í sumar og hafa þrír þeirra komið á Frances-afbrigði en tveir á Sunray shadow.

Þetta er sextándi laxinn í sumar á Íslandi sem nær þessari eftirsóknaverðu stærð. Í fyrra á sama tíma voru þeir orðnir 27 talsins.

Það er svo greinilegt að mun minna er af þessum allra stærstu í ár. Hins vegar bendir gott smálaxasumar í ár til þess að þeim geti fjölgað aftur á næsta ári. Svo er rétt að hafa í huga að sumarið er ekki búið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert