Ytri-Rangá gaf um 400 laxa á viku

Glæsileg 92 sentímetra hrygna úr Eystri-Rangá. Veiðimaður er Erling Adolf …
Glæsileg 92 sentímetra hrygna úr Eystri-Rangá. Veiðimaður er Erling Adolf Ágústsson. Eystri hefur gefið flesta fiska, en Ytri sækir hratt að henni og munar nú ekki nema rúmlega 70 löxum á þeim. Ljósmynd/RS

Veiðin í Ytri-Rangá í síðustu viku var tæplega fjögur hundruð laxar og er þetta besta vikan þar á bæ í sumar. Hefur Ytri-Ranga dregið verulega á Eystri ána og nú munar ekki nema sjötíu löxum á þeim.

Víða má sjá að veiðin er farin að hægjast eins og gerist gjarnan þegar líður á sumar og göngur eru að mestu afstaðnar. En eru þú spennandi tímar framundan og styttist í að þeir stóru verði árásargjarnir.

Landssamband veiðifélaga birti í morgun tölur úr laxveiðiám um allt land. Eystri- Rangá er enn aflahæst með 1.873 laxa, en eins og fyrr segir er Ytri-Rangá að nálgast hana óðfluga og er með 1.799 laxa í öðru sæti.

Norðurá heldur enn þriðja sætinu með 1.209 laxa, en bilið á milli hennar og Miðfjarðarár minnkar og nokkuð ljóst að Miðfjarðará fer fram úr á lokasprettinum. Þar eru komnir á land 1.123 laxar og skilaði síðasta vika um 130 löxum.

Þverá/Kjarrá skreið yfir þúsund laxa múrinn í síðustu viku, en veiðin þar er mjög róleg og veiddust um sextíu laxar síðustu viku.

Urriðafoss í Þjórsá er með rúmlega 800 laxa og hefur lítil veiði verið þar síðustu vikurnar.

Í sjöunda sæti er Haffjarðará með 662 laxa og vikuveiði upp á 40 laxa.

Þá kemur Langá með 580. Selá í Vopnafirði er komin í 559 laxa og er þar með í níunda sæti yfir aflahæstu árnar á landinu. 

Tíunda sætið skipar svo Laxá í Kjós með 529 laxa skráða í bók.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert