Eystri-Rangá komin yfir 2000 laxa

Hér er Peter Rippin leigutaki í Eystri með lax sem …
Hér er Peter Rippin leigutaki í Eystri með lax sem slagaði hátt í 20 pundin. Þessi lax tók Collie dog túbu í Hrafnaklettum á svæði þrjú. Ljósmynd/Kolskeggur

Nú hafa tvö þúsund laxar veiðst í Eystri-Rangá í sumar. Þar með er hún fyrsta áin sem nær þeirri tölu. Ytri-Rangá er ekki langt undan og nær þessari tölu á næstu dögum. Það er líka ljóst að það verða bara þessar tvær ár sem fara upp fyrir tvö þúsund laxa í sumar.

Kolskeggur ehf., sem annast rekstur og sölu veiðileyfa í Eystri-Rangá, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Þar sagði líka: „Undanfarið hefur áin verið að gefa þetta 30-40 laxa á dag en í gær breyttust skilyrði aðeins og þá komu upp 54 laxar. Það virðist nefnilega ágætt magn af laxi á sumum stöðum en taka hefur verið dræm og mikið um missta fiska.

Þverá í Fljótshlíð tók líka smá kipp en síðasta holl þar var með 10 laxa. Síðasta hollið á Austurbakka Hólsár var með sjö laxa,“ skrifaði Kolskeggur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert