Stórfiskasería í Eldvatni þegar rigndi

Tvær stangir að glíma við birtinga á sama tíma. Rigningin …
Tvær stangir að glíma við birtinga á sama tíma. Rigningin kom öllu af stað fyrir austan. Ljósmynd/JHK

Eftir rólega byrjun í Eldvatni í Meðallandi kom loksins rigning. Það var ekki spyrja að því að fiskur hreyfði sig og veiðimenn nutu góðs af því.

„Það er alveg klárt að langþráð rigning kom Eldvatninu loksins í gang. Tveggja daga holl endaði í sautján fiskum og voru margir vænir. Feðgarnir Haukur og Þórður toppuðu túrinn með því að taka sitt hvorn 89 sentímetra sjóbirtinginn í morgun,“ sagði Jón Hrafn Karlsson einn af leigutökum Eldvatnsins í samtali við Sporðaköst í gær.

Keaton McEvoy og Haukur Þórðarson með tvo sem þau lönduðu …
Keaton McEvoy og Haukur Þórðarson með tvo sem þau lönduðu á sama tíma í Símastreng. Haukur er með 89 sentímetra fisk. Ljósmynd/JHK

Þeir veiðimenn sem tóku við í gær eftir hádegi voru strax í fiski og það leynir sér ekki að stór fiskur er á ferðinni. Átta fiskar sem eru áttatíu sentímetrar eða meira hafa veiðst síðustu tvo daga. Seinnipartsvaktin í gær gaf fimmtán fiska þegar upp var staðið.

Þorgeir Þorgeirsson með áttatíu sentímetra úr Símastreng, sem hefur verið …
Þorgeir Þorgeirsson með áttatíu sentímetra úr Símastreng, sem hefur verið heitasti veiðistaðurinn síðustu daga í Eldvatni. Ljósmynd/JHK

Straumflugur og Sunray shadow hafa verið að virka vel. Veiðistaðurinn Símastrengur hefur gefið mest af fiski og ljóst að þar er töluverður bunki af fiski.

Keaton McEvoy með enn einn úr Símastreng og enn einn …
Keaton McEvoy með enn einn úr Símastreng og enn einn í þessum stærðarflokki. Ljósmynd/JHK

„Fiskurinn heldur sig enn frekar neðarlega en er þó farinn að sýna sig alveg upp í veiðistaðinn Feðga en við lönduðum fiski þar og í Hvannkeldu, Þórðavörðu og Símastreng,“ sagði Jón Hrafn.

Alexander Stefánsson með enn einn 80 kallinn úr Eldvatninu.
Alexander Stefánsson með enn einn 80 kallinn úr Eldvatninu. Ljósmynd/JHK

Eins og við greindum frá í gær þá gerði rigningin góða hluti í Tungufljóti sem er í nágrenni við Eldvatn. Líklegt er að aðrar sjóbirtingsár á svæðinu í kringum Kirkjubæjarklaustur taki nú almennilega við sér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert