Lax vonbrigði en silungurinn frábær 2021

Kristján Páll Rafnsson annar eigandi Fish Partner, sem leigir fjölmörg veiðisvæði á Íslandi segir að laxveiðisumarið 2021 hafi verið mikil vonbrigði og víðast hvar hafi vantað fisk. Annað var uppi á teningnum þegar kom að silungi, en Fish Partner er með mörg og ólík svæði á leigu þar sem veiðist urriði, bleikja og sjóbirtingur.

Minnisstæðast frá sumrinu var bandarískur veiðimaður sem kom til Íslands í sína síðustu veiðiferð. Hann er langt leiddur krabbameinssjúklingur en kom hingað til að upplifa drauminn áður en hann kveður.

Ný veiðisvæði eru enn að finnast á Íslandi og Fish Partner er að bjóða upp á hluti sem ekki hafa áður verið í sölu. En sjón er sögu ríkari og Kristján Páll mætti í myndver hjá Sporðaköstum. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert