Náði þremur úr hnúðlaxatorfu í Brúará

Hnúðlaxarnir sem Sigurður Jökull náði í Brúará. Þar var torfa …
Hnúðlaxarnir sem Sigurður Jökull náði í Brúará. Þar var torfa af honum, eins og frést hefur af úr þó nokkrum ám hér á landi í sumar. Ljósmynd/SJÓ

Víða hefur orðið vart við hnúðlaxatorfur í íslenskum ám í sumar. Síðasta dæmið sem fréttist af var í Brúará. Þar kom Sigurður Jökull Ólafsson að torfu af hnúðlaxi. Hann sagði í samtali við Sporðaköst að líka til hefðu þetta verið tíu til tólf hnúðlaxar.

„Þetta var í landi Spóastaða við hólmann fyrir neðan Hrafnakletta. Þar var 10-12 fiska torfa í lítilli vík, sem mér sýndist vera að gera sig klára í hrygningu, það var þannig leikur í þeim eins og maður getur séð hjá okkar laxi. Hann var tregur til þannig að ég setti skullhead flugu sem líkist bleikju og náði þannig að komast niður og pirra hann þannig að ég náði þremur. Ég var bara með einkrækju þannig að ég lenti oft í því að hann festist ekki, enda sá maður þegar hann kom upp að kjafturinn á hængunum er lítill og mjór miðað við Atlantshafslaxinn,“ Sigurður.

Það var lítið að frétta af bleikju á svæðinu. Hann sagðist ekkert hafa séð og sömu sögðu menn sem voru við veiðar á hinum bakkanum í landi Sels.

„Það kom mér á óvart hversu líflegur hnúðlaxinn var. Ekki eins og Atlantshafslaxinn eða birtingurinn, en einn af þeim tók roku út í strauminn og tók mig vel niður á undirlínu, þannig að ég þurfti að hlaupa á eftir honum niður ánna og landa þar í lítilli sandvík.“

Þessi kom í net í Miklavatni í Skagafirði í síðustu …
Þessi kom í net í Miklavatni í Skagafirði í síðustu viku. Þyngdin var 1.977 grömm og hann mældist 57 sentímetra langur. Ljósmynd/IT

Eins og oft hefur komið fram er hnúðlaxinn að veiðast annað hvert ár. Þetta stafar af því að lífsferill hans er tvö ár. Hins vegar er til annar stofn sem gengur á slétta árinu. Nú óttast heimildamenn Sporðakasta í Noregi að sá stofn kunni að taka betur við sér. Verði það þróunin þá gæti hnúðlax gengið í norskar ár og mögulega íslenskar á hverju ári.

Útbreiðsla hnúðlaxins á oddatölu árunum hefur aukist gríðarlega og nú fyrir skemmstu veiddist hnúðlax við Svalbarða og hefur hann ekki fyrr  fundist svo norðarlega í Atlantshafi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert