Sá stærsti í Kjarrá í sumar

Jake Elliot með hænginn stóra úr Kjarrá frá í gær. …
Jake Elliot með hænginn stóra úr Kjarrá frá í gær. Hann var þrímældur og stóð 102 sentímetra sem gerir hann að einum að stærstu löxum sumarsins á Íslandi. Ljósmynd/AE

Með haustinu og myrkrinu kemur hinn svokallaði krókódílatími í laxinum, þegar stóru hængarnir verða aftur árásargjarnir. Þetta upplifðu þeir Andrés Eyjólfsson leiðsögumaður í Kjarrá og Jake Elliot veiðimaður í gær.

Það rigndi hressilega í Kjarrá í fyrri nótt og þeir félagar lentu í sannkallaðri veislu á Eyrunum í Kjarrá í gærmorgun. Þeir settu í ellefu laxa og lönduðu þremur. Misstu fjóra og fjórir bara strekktu í.

Eftir hádegi fóru þeir félagar meðal annars í Víghólakvörn skammt frá veiðihúsinu. Andrés sagði í samtali við Sporðaköst að Jake hefði sett þar í lax í yfirstærð og slegist við hann í tuttugu mínútur. „Þegar hann rann inn í háfinn sá maður strax að þetta var hundraðkall. Við þrímældum hann og niðurstaðan var alveg klár. Hann stóð 102 sentímetra,“ sagði Andrés.

Hann hafði sérstaklega orð á því að rigningin hefði svo sannarlega hleypt lífi í ána. Hann vissi um sextán landaða laxa í gær og er það veruleg breyting frá því sem verið hefur síðustu daga. Þessi vígalegi hængur tók svarta Frances, litla keilu.

Nú þegar loksins rignir í Borgarfirðinum verður gaman að sjá hversu mikið þessar ár eiga inni sem hafa verið afar vatnslitlar í sumar. Og ekki bara í Borgarfirðinum heldur á öllu vestanverðu landinu.

Hundraðkall í Aðaldal

Annar krókódíll kom á land í gær. Það var Nils Folmer Jörgensen sem setti í og landaði 101 sentímetra fiski í Höfðahyl. Fiskurinn tók fluguna Ernu númer 10, en Nils er einmitt sá sem hannaði þá flugu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert