Lítið af laxi í sumar en mikil gleði

Iceland Outfitters er að taka við Ytri-Rangá og sjá um rekstur þar næsta sumar. Harpa Hlín Þórðardóttir og maður hennar Stefán Sigurðsson eiga fyrirtækið og fram til þessa hefur það verið lítið fyrirtæki á markaðnum. Nú er þetta litla fyrirtæki að verða stórt og er komið með eitt stærsta veiðisvæði landsins í laxi í umboðssölu.

Harpa reiknar með að verðið á leyfunum í Ytri-Rangá muni hækka um tíu prósent næsta sumar. Við gerðum upp veiðisumarið með Hörpu og eins allir vita var það ákveðin vonbrigði.

Hún er skrifuð fyrir heimsmeti í „Happy hour“ þó að hún vilji ekki eigna sér þann heiður ein og sér.

Í viðtalinu við Hörpu förum við vítt og breitt og ræðum um Þjórsá og þá möguleika sem þar er að finna. Við ræðum Leirá, þá litlu á sem áður geymdi fáa og smá fiska en er nú híbýli stórra sjóbirtinga. Þar hefur sleppiskylda á fiski skilað frábærum árangri.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert