Lokatölur úr Ytri og Eystri

Þorsteinn Bachmann með 93 sentímetra stórlax úr Eystri-Rangá í sumar. …
Þorsteinn Bachmann með 93 sentímetra stórlax úr Eystri-Rangá í sumar. Flestir laxar veiddust í Ytri, en Eystri hafði vinninginn í fjölda laxa á stöng per dag og hlutfall stórlaxa. Ljósmynd/RMS

Síðasti dagur veiðitímans er að kveldi kominn og nú geta menn hugað að geymslu á stöngum hjólum og línum og öðru því sem lagt verður nú í geymslur, skúra og hillur. Í Ytri-Rangá sem er aflahæsta áin á Íslandi í ár er lokatalan, 3.437 laxar, 223 urriðar og sjóbirtingar og ein bleikja rataði í bók.

Erfið skilyrði voru síðustu dagana. Hvassviðri og hálfgert skítviðri. Þó var aðeins kropp síðustu dagana og var það heldur meira í Eystri ánni þessar allra síðustu veiðistundir. Lokatalan í Eystri-Rangá er 3.274 laxar, að sögn Jóhanns Davíðs Snorrasonar, framkvæmdastjóra Kolskeggs sem rekur Eystri.

Ef horft er til veiði á stöng á dag, þá er Ytri-Rangá með hlutfallið 1,90 per stöng á dag en 2,02 per stöng per dag þegar horft er á Eystri-Rangá. Þannig að fleiri laxar veiddust í Ytri, en veiðivonin var betri í Eystri. Hins vegar er hér aðeins reiknað með 90 daga veiðitíma en hann er að sjálfsögðu mun lengri í báðum ánum. 

Jóhannes Hinriksson með gullfallegan lax úr Ytri Rangá. Hann kveður …
Jóhannes Hinriksson með gullfallegan lax úr Ytri Rangá. Hann kveður nú Ytri-Rangá eftir átta ár og snýr til nýrra starfa. Jóhannes hefur haldið afar vel utan um ána og gert þar góða hluti. Ljósmynd/Aðsend

Heildarveiðin í Ytri var mun betri en í fyrra. 2020 gaf hún 2.642 laxa. Hins vegar var Eystri langt frá því að vera hálfdrættingur miðað við risaárið í fyrra sem gaf 9.070 laxa.

Ef horft er á hlutfall stórlaxa hefur Eystri vinninginn og það umtalsvert. Hlutfall af tveggja ára laxi var mjög lítið á móti ríflega þrjátíu prósent í Eystri.

Affallið endaði í 508 löxum, Þverá í 168 og Hólsá gaf 371. Allt tölur sem eru langt undir því sem veiddist í fyrra.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert