SVFR tekur Miðá í Dölum á leigu

Ragnheiður varaformaður SVFR og Guðbrandur Þorkelsson formaður Fiskræktar- og veiðifélags …
Ragnheiður varaformaður SVFR og Guðbrandur Þorkelsson formaður Fiskræktar- og veiðifélags Miðdæla takast í hendur eftir undirritun um leigu á Miðá. Ljósmynd/SVFR

Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur samið um leigu á veiðirétti í Miðá í Dölum og Tunguá frá og með sumrinu 2022. Ragnheiður Thorsteinsson, varaformaður SVFR, og Guðbrandur Þorkelsson, formaður Fiskræktar-og veiðifélags Miðdæla, skrifuðu undir samning þess efnis í Miðskógi í Dölum í kvöld. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SVFR hefur sent frá sér.

Ragnheiður segir Miðá vera mikinn feng fyrir félagið. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á starfi SVFR og undanfarið hefur félagið stækkað. Ég fagna því mjög að geta boðið félagsmönnum veiðileyfi í Miðá og Tunguá; þriggja stanga veiðisvæði sem geymir bæði lax og sjóbleikjur. Stór hópur félagsmanna hefur kallað eftir fleiri svæðum eins og þessu, fallegri og aðgengilegri veiðiá með góðum húsakosti þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir. Þetta er eiginlega fullkomin félagsá fyrir okkur, þar sem fjölskyldur og veiðihópar geta notið lífsins til fulls,“ segir Ragnheiður.

Jóhann Gunnar Jóhannsson með fallegan haust lax úr Miðá. Þessi …
Jóhann Gunnar Jóhannsson með fallegan haust lax úr Miðá. Þessi veiddist í Kirkjuneshyl haustið 2016 og tók Sunray Shadow tveimur mínútum fyrir vaktarlok. Mældist 86 sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend


Veiði hefst í Miðá þann 1. júlí og stendur út september. Félagsmenn geta sótt um veiðileyfi í félagaúthlutun, sem hefst þann 18. nóvember og stendur í viku. Að henni lokinni fara veiðileyfi í Miðá og Tunguá í almenna sölu þar sem félagsmenn njóta afsláttar af almennu verði. Nýir félagar njóta að sjálfsögðu sömu kjara og aðrir og einfalt er að ganga í félagið á vefsíðunni svfr.is.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert