Margir heiðruðu Jón í útgáfuhófi

Núverandi formaður SVFR, Jón Þór Ólason afhenti fyrrverandi formanni og …
Núverandi formaður SVFR, Jón Þór Ólason afhenti fyrrverandi formanni og rithöfundi blóm og góða gripi í tilefni að útkomu bókarinnar. Ljósmynd/ES

Eins margir og Covid leyfir heiðruðu Jón G. Baldvinsson í tilefni útkomu bókar hans um Norðurá í dag. Útgáfuhófið var haldið í versluninni Veiðiflugur að Langholtsvegi og þar mættu margar lífsreyndar veiðikempur og fögnuðu verkinu.

Bókin heitir þeirri afgerandi fullyrðingu, Norðurá enn fegurst áa. Fyrstu eintökin voru að koma úr prentun og margir biðu spenntir eftir að fletta loksins þessari áhugaverðu bók, sem skrifuð er af þeim núlifandi einstaklingi sem þekkir Norðurá einna best.

Jón Þór Ólason formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur kom færandi hendi með blómvönd og góða gripi frá félaginu. Í gegnum grímuna sagði hann við höfundinn, „Þakka þér fyrir allt. Án þín væri félagið ekki eins og það er í dag. Takk fyrir, frá okkur öllum.“

Jón G. Baldvinsson höfundur bókarinnar og stoð hans og stytta …
Jón G. Baldvinsson höfundur bókarinnar og stoð hans og stytta í verkefninu, Friðrik Þ. Stefánsson stoltir með lokaafurðina. Ljósmynd/ES

„Norðurá enn fegurst áa inniheldur leiðarlýsingu þar sem Jón fer með Norðurá frá upptökum til ósa og lýsir veiðistöðum árinnar í fallegri frásögn. Fyrir utan veiðistaðalýsingar Jóns eru nokkrar greinar og viðtöl í bókinni svo og fjöldinn allur af fallegum ljósmyndum eftir ýmsa þjóðþekkta ljósmyndara,“ segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum bókarinnar í tilefni af útgáfuhófinu. Í tilkynningunni er vitnað í málsmetandi fólk sem hefur ýmist lesið bókina eða komið að gerð hennar, eins og Friðrik Þ. Stefánsson sem var Jóni stoð og stytta í verkefninu, svo einhverjir séu nefndir.

„Þekking Jóns á Norðurá er einstök. Hann hefur ritað leiðarlýsingu þar sem hann fer með Norðurá frá upptökum til ósa og lýsir veiðistöðum árinnar, aðkomu að þeim, staðháttum og straumlagi hyljanna, líklegum tökustöðum og deilir með lesandanum minningarbrotum frá einstaka veiðistöðum. Þessi innsýn Jóns í undraheim Norðurár birtist nú lesendum hér í bókarformi og mun án efa koma öllum að gagni sem hug hafa á að læra á Norðurá en ekki síður er það skoðun mín að hún verði lesendum til ánægju og yndisauka.“ Friðrik Þ. Stefánsson.

Margir þekktir veiðimenn mættu til að fá árituð eintök frá …
Margir þekktir veiðimenn mættu til að fá árituð eintök frá Jóni. Hér er Gísli Ásgeirsson að fá ritaða kveðju frá höfundi. Ljósmynd/ES

„Bók Jóns er afbragðs góð og lýsir mikilli innsýn hans á ánni. Ég hef veitt í Norðurá í mörg ár og er hún ein af mínum uppáhalds ám. Við Jón erum sammála um hverjir eru fallegustu veiðistaðirnir enda erum við bæði aðdáendur Breiðunnar og Víðinesstrengja eða Skarðshamrafljóts, þar sem gjarnan er mikið um lax. Gríðarleg þekking Jóns á Norðurá og næmni fyrir landslagi og veiði er heillandi. Ég fagna bókinni sérstaklega þar sem hún er nákvæm og lýsandi sem mun nýtast mér vel við veiði í Norðurá en er ekki full af grobb sögum sem allt of oft einkennir sumar veiðibækur.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.

Í þessari viku verður bókinni dreift í verslanir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert