Tímamótasamningur á veiðimarkaði

María og Ólafur með Red Snapper sem þau fengu á …
María og Ólafur með Red Snapper sem þau fengu á flugu á Seychelleseyjum. Þetta er einn af þeim stærstu sem veiðst hafa á flugu, að sögn leiðsögumannsins þeirra. Jólin er snemma á ferðinni í Veiðihorninu þetta árið. ljósmynd/Veiðihornið

Það ráku margir upp stór augu þegar Morgunblaðið greindi frá því á fimmtudag að Veiðihornið hefði gert samning við Pure Fishing sem er stórt alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur yfir að ráða fjölmörgum af þekktustu veiðifæra vörumerkjum í heiminum.

“Fulltrúar Pure Fishing höfðu samband við okkur síðsumars til þess að kanna áhuga okkar á að taka yfir umboð og dreifingu á vörum allra undirfyrirtækja samsteypunnar en þau eru fjölmörg, þekkt og virt. Við vitum að rætt var við nokkra aðra aðila hér á landi, meðal annars stóra aðila sem tengjast veiði ekki neitt.

Hardy Bougle og Hardy Perfect veiðihjól. Það síðarnefnda kom fyrst …
Hardy Bougle og Hardy Perfect veiðihjól. Það síðarnefnda kom fyrst á markað árið 1902 og hefur verið í framleiðslu allar götur síðan eða í 120 ár. Þessi hjól eru nú komin í Veiðihornið. Ljósmynd/Veiðihornið

Eftir nokkurra vikna vinnu þar sem við sýndum fram á getu okkar til þess að standa undir verkefninu og lýstum framtíðarsýn okkar og hugmyndum um markaðssetningu, þjónustu og dreifingu var ákveðið að ganga til samstarfs við félag okkar, Bráð ehf,” segir Ólafur Vigfússon um aðdraganda samningsins.

Pure Fishing er gríðarlega stórt fyrirtæki og er í eigu bandarískra fjárfestingasjóða.

Undir Pure Fishing regnhlífinni eru hátt í tuttugu fyrirtæki og merki sem eru mjög þekkt. Merki á borð við Abu, Hardy, Greys, Shakespeare, Berkley, Penn, Mitchell, Spiderwire, UglyStick, Stren og fleiri og fleiri þekkja allir íslenskir veiðimenn.

“Fyrir okkur er þetta stór og mikil áskorun. En þetta eru vörur sem eru svo vel þekktar á Íslandi. Hver þekkir ekki lokuðu hjólin frá Abu, spinnhjólin, Ambassadeur tromluhjólin, spúnar á borð við Toby, Hammer, Droppen, Reflex og margir fleiri auk allra kaststanganna og fylgihluta eru vörur sem allir þekkja.

Pure Fishing er risavaxið alþjóðlegt fyrirtæki sem sér um fjölda …
Pure Fishing er risavaxið alþjóðlegt fyrirtæki sem sér um fjölda þekktra veiðimerkja. Hér má sjá þessi vörumerki og mörg eru vel kunn íslenskum veiðimönnum. Ljósmynd/Veiðihornið

Shakespeare verður 125 ára á næsta ári.  Rótgróið breskt fyrirtæki sem er þekkt fyrir afar hagstætt verð.

Mitchell hjólin þekkja allir.  Annað gamalgróið og þekkt merki.

Hardy verður 150 ára á næsta ári en Hardy hefur verið í gríðarlegri sókn erlendis síðustu þrjú, fjögur árin.  Hardy Perfect fluguhjólið kom fyrst á markað 1902 eða fyrir 120 árum.  Perfect er enn framleitt, selt og í notkun og komið í hillur Veiðihornsins nú þegar.

Penn eru einhver albestu sjóhjól sem um getur.  Stren og Spiderwire eru nælon- og súperlínur sem allir þekkja.  Berkley línurnar og gervibeitan er einnig þekkt sem það albesta á markaði.

Margir íslenskir veiðimenn hafa alist upp við Abu vörumerkið. Hér …
Margir íslenskir veiðimenn hafa alist upp við Abu vörumerkið. Hér er kaststöng í fjórum hlutum. Abu Salmo Seeker. Ljósmynd/Veiðihornið

Svo mætti lengi telja,” segir Ólafur Vigfússon í samtali við Sporðaköst. Það má greina tilhlökkun í röddinni þegar hann þylur upp þessar vörur. Nánast eins og hann sé að tala um gamla kunningja.

“Við erum að sjálfsögðu afar stolt að hafa verið valin og treyst fyrir þessu stóra verkefni sem óneitanlega kallar á allnokkrar skipulagsbreytingar í litla fjölskyldufyrirtækinu.

Það fyrsta sem við gerðum þegar samningar lágu fyrir var að hringja persónulega í alla stóru söluaðilana á markaðnum og tilkynna þeim um breytingarnar og að allar vörur þessara merkja stæðu þeim til boða hér eftir sem hingað til.  Allir þessir stóru aðilar tóku vel í breytingarnar og munu áfram bjóða sínum viðskiptavinum gæða vörur frá Abu og fleiri merkjum Pure Fishing eftir því sem við á.

Nú þegar er fyrsta smásending komin og von á annarri fljótlega í desember og fyrstu vörur frá Abu, Hardy, Berkley og Shakespear orðnar fáanlegar í nýju netversluninni okkar.

Heildsöluhluti Bráðar ehf. verður efldur til muna og erum við farin að litast um eftir starfsmönnum til þess að sinna því stóra verkefni.

Þá verður Veiðimaðurinn á Krókhálsi gerður að stórri Abu búð með áður óþekktu úrvali af Abu veiðivörum og þurfum við einnig að bæta við mannskap á búðargólfið þar.

Við erum bjartsýn á nýtt ár og ætlum að auka við úrval og bæta þjónustu við alla íslenska unnendur þessara þekktu, rótgrónu og virtu merkja.”

Það má heyra á Ólafi að þó að verkefnið sé stórt er hann mjög spenntur yfir því og ljóst að jólin komu óvanalega snemma í Veiðihornið í ár.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert