Haraldur hárfagri með maríulax í Miðfirði

Finnski leikarinn Peter Franzen, sem leikur Harald hárfagra í þáttaröðinni Vikings á Netflix, landaði maríulaxinum í Miðfjarðará á afmælisdeginum sínum. Með Peter í för var Jasper Paakkönen sem lék Hálfdán svarta í sömu þáttum.

Jasper er reynslumikill veiðimaður en Peter var í fyrsta skipti að kasta fyrir lax þegar heimildamyndin Síðustu sporðaköstin var tekin upp í fyrra. Með þeim félögum var leiðsögumaðurinn Gary Champion sem glatt hefur margan veiðimanninn í Miðfirðinum.

Hér má sjá atriði úr myndinni þegar Jasper og Gary leggja allt í sölurnar til að koma afmælisbarninu í maríulaxinn. Sjón er sögu ríkari en myndin er aðgengileg í heild sinni á efnisveitum Símans og Sýnar.

Kvikmyndatöku annaðist Friðrik Þór Halldórsson en Steingrímur Jón Þórðarson klippti.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert