Uppgjör veiðimanna og horfurnar 2022

Fjórir ástríðuveiðimenn gera upp veiðisumarið 2021 í fjörugum áramóta spjallþætti Sporðakasta. Umræðuefnin eru raunar fjölmörg. Veiðin í sumar sem leið. Verðhækkanir sem blasa við. Ótrúleg eftirspurn eftir veiðileyfum, svo nánast er slegist um bestu bitana.

Sjókvíaeldið og aðrar hættur sem steðja að villtum stofnum í íslenskum ám. Rannsóknir eða öllu heldur skortur á fjármagni til að efla þær. Horfurnar fyrir næsta sumar og kannski síðast en ekki síst sagan af meintum eldislaxi í Vatnsdalsá sem aldrei var rannsakaður því hann var óvart eldaður og borinn á borð fyrir veiðimenn.

Gestir þáttarins eru: Ragnheiður Thorsteinsson varaformaður SVFR, Björn K. Rúnarsson einn leigutaka í Vatnsdalsá, Arthúr Bogason ástríðuveiðimaður og Ólafur Tómas Guðbjartsson eða umsjónarmaður Dagbók urriða.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert