30 fiskar sem þú þarft að veiða á ævinni

Hér er ný áskorun eða verkefni fyrir ævintýragjarna og metnaðarfulla veiðimenn. Listi yfir þrjátíu fiska sem allir veiðimenn ættu að reyna við á ævinni. Við byggjum þennan lista að stærstum hluta á bók John Baileys, sem heitir 50 fish to catch before you die, eða fimmtíu fiskar sem þú þarf að veiða áður en þú deyrð.

Við styttum þenna lista aðeins, enda er hann að stórum hluta skrifaður út frá veiði og tegundum í Bandaríkjunum. En með styttingu verður hann bara enn betri.

Fyrsti fiskurinn sem við fjöllum um er Giant Trevally. Heimkynni hans eru í Kyrrahafi og Indlandshafi. GT er magnaður ránfiskur sem lifir að stærstum hluta á fiski. Þeir veiða gjarnan saman í torfum og tökurnar eru þannig að veiðimenn standa á öndinni.

Ólafur Vigfússon með GT. Hann segir að þessi sé ekki …
Ólafur Vigfússon með GT. Hann segir að þessi sé ekki stór. Ekki nema tæp tuttugu pund, en þeir verða allt að 160 pund. Ljósmynd/Veiðihornið

Myndbandið sem fylgir þessari umfjöllun gefur góða mynd af hversu ofsafengnar tökurnar eru þegar GT er annars vegar. Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu tók upp myndbandið sem fylgir fréttinni.

„Myndbandið er tekið með dróna við veiðihúsið á Farquhar kóralrifinu við Seychelles eyjar. Þarna í bátalæginu lóna nokkrir GT, einskonar „pets“ eða gæludýr sem vandir hafa verið á að fá „free lunch“. Bannað er að kasta á þessa fiska og þeir eru aldrei veiddir. Við báðum kokkinn í veiðihúsinu um að gefa þessum heimalningum afskurð af fiski á meðan við mynduðum með dróna. Ýkjulaust eru allar GT tökur eins og sjá má á þessari mynd,“ segir Óli um myndbandið. Við báðum hann um lýsingu á þessum eftirsóknaverða sportfiski sem dregur veiðimenn yfir hálfan hnöttinn.

„Giant Trevally er einn eftirsóknaverðasti sportfiskur á flugu. Gríðarlega kraftmikill og sterkur fiskur sem marga dreymir um að setja í og landa. Giant Trevally eða GT er helst að finna í Indlandshafi og Kyrrahafi í kringum miðbaug. Stórir GT eru taldir vera um 90 sm og 50 pund en þó eru dæmi um miklu stærri fiska eða allt að 160 pund. GT er gjarnan einfari en stundum má sjá þennan stórkostlega fisk í litlum hópum, einkanlega þá yngri og minni fiska.

María með glæsilegt eintak af Giant Trevally. Þessir fiskar eru …
María með glæsilegt eintak af Giant Trevally. Þessir fiskar eru einhverjir eftirsóttust sportfiskar í heimi. Ljósmynd/Veiðihornið

GT er yfirleitt veiddur með flugu þar sem veiðimaður gengur eftir strönd eða veður út á læra- til mittisdjúpar flatir og sjónkastar á fisk sem hann sér. Stangir sem notaðar eru eru 9 feta fyrir línuþyngd 11 lágmark. Stífar stangir sem ráða vel við vind. Hjólin verða að vera með sterkum og áreiðanlegum bremsubúnaði. Undirlína er gjarnan 250 til 300 metra löng og lágmark 50 lbs. Taumurinn er 0,6 til 1,0 mm eða um 100 pund. Flugur verða að vera hnýttar á beittustu og sterkustu króka sem fyrirfinnast.

Þegar kastað er á GT skal kasta rétt fyrir framan hann og strippa með löngum togum eins hratt og hægt er, jafnvel hlaupa afturábak með stöngina því ef hægir á flugunni missir GT áhugann og er farinn.

Alvöru flugur fyrir alvöru fiska. Veiðimaður þarf að draga fluguna …
Alvöru flugur fyrir alvöru fiska. Veiðimaður þarf að draga fluguna eins hratt og hann getur. Annars missir GT áhugann. Athygli vekur að þessar flugur eru agnhaldslausar. Ljósmynd/Veiðihornið

Þegar sett er í slíkan fisk má ekki lyfta stönginni heldur er stöngin svo til í beinu átaki við fiskinn og toga þarf fast í línuna til þess að öngullinn festist sem best. Eins skrítið og það kann að hljóma veiðum við GT á agnhaldslausar flugur því öllum fiski er undantekningarlítið sleppt. Þegar fiskur er fastur snýr hann sér við og rýkur út með alla línu og gjarnan svo gott sem alla undirlínu líka. Það er því eins gott að vera viðbúin því og passa að laus lína flækist ekki og að bremsan sé í góðu átaki. Ef stöng er reist of hátt eru allar líkur á því að toppur brotni. Nokkrar tegundir eru til af Trevally en Giant Trevally er stærstur. Aðrir vinsælir fiskar í fjölskyldunni eru meðal annars Bluefin Trevally, Golden Trevally og Big Eye Trevally,“ sagði hann um GT.

Óli og kona hans María Anna Clausen hafa landað þó nokkrum GT og eru að halda á vit ævintýra á nýjan leik í næsta mánuði og áfangastaðurinn er einmitt Farquhar kóralrifið við Seychelleseyjar.

Þessi fluga heitir Flaming Lamborgini og virkar vel fyrir GT.
Þessi fluga heitir Flaming Lamborgini og virkar vel fyrir GT. Ljósmynd/Veiðihornið

 

Það er gaman að skoða flugurnar sem GT skoðar og fellur jafnvel fyrir. Nöfnin segja sitt um þann leik sem GT býður upp á. Óli nefndi þrjár og hann hefur fengið marga á þær. Bus Ticket, GT Brushy og Flaming Lamborgini.

Listinn yfir þessa þrjátíu fiska sem við ætlum að skoða á næstu mánuðum, birtist hér að neðan. Honum má skipta í þrennt. Sportfiskar, sjávarfiskar og svo fiskar veiddir með beitu. Auðvitað er hægt að veiða fiska í þriðja flokknum með öðru en beitu, en þannig flokkar John Bailey þetta í bók sinni og við styðjumst við það. Við notum íslensk nöfn þar sem þau fundust. Hvað ert þú búin/nn að veiða marga á listanum? Greinarhöfundur komst í tíu. Gaman væri að heyra frá fólki sem hefur veitt sjaldgæfari fiska af þessum lista. Netfangið er eggertskula@mbl.is 

Sportfiskar

Atlantshafslax (Laxinn okkar)

Kyrrahafslax (Hér er horft til Chinook sem er stærstur af fimm tegundum)

Maísíld (Allis shad)

Laxaborri (Black Bass)

Regnbogasilungur (Veiðist stöku sinnum hér á landi)

Urriði (Þennan þekkjum við vel)

Steelhead (Laxakvísl regnbogasilungs)

Dónárlax (Huchen)

Taimen (Skyldur Hucho. Heimkynni eru Mongólía og Síbería)

Golden Dorado (Heimkynni: Suður – Ameríka)

Harri (Grayling)

Ísaldarurriði (Þekkjum hann vel úr Þingvallavatni)

Sjóbirtingur (Einn af okkar aðal)

Permit (Er reyndar sjávarfiskur en heimkynni eru Evrópa og Asía)

Sjávarfiskar (Salt water)

Seglfiskur (Sail fish)

Lúða (Halibut)

Gráröndungur (Grey Mullet)

Oddnefur (Marlin)

Sea Bass

Barracuda (Barrakúði skv. Hafró)

Giant Trevally

Silfurkóngur (Tarpon)

Bonefish

Þorskur (Cod)

Makríll

Bláuggi (Túnfiskur)

Fiskar veiddir á beitu

Tiger fish

Gedda (Pike)

Fengrani (Catfish)

Risaari (Arapaima)

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert