Átta punda bleikja og átta kílóa þorskur

Átta punda bleikja. Þessi veiddist í september en sjálfsagt verið …
Átta punda bleikja. Þessi veiddist í september en sjálfsagt verið mætt í ferskvatnið í júlí. Þetta er sú stærsta sem Jóhann Davíð hefur veitt. Ljósmynd/JDS

Það er ekki á hverjum degi sem menn veiða risastóra bleikju og boldangs þorsk og það með nokkurra klukkutíma millibili. Þetta getur þó hæglega gerst á Grænlandi þangað sem fjölmargir íslenskir veiðimenn hafa lagt leið sína undanfarin ár.

Jóhann Davíð Snorrason upplifði einmitt þetta ævintýri í september 2019. Hann fór til veiða í Lax-ár veiðibúðunum og átti þar „eitt besta viku frí sem ég hef nokkurn tíma upplifað,“ segir hann og rifjar upp þessa eftirminnilegu viku með okkur.

Það þurfti ekki að fara langt eftir þorskinum. Tíu mínútna …
Það þurfti ekki að fara langt eftir þorskinum. Tíu mínútna sigling og þeir voru í moki. Eins og sjá má á haffletinum er stafa logn. Ljósmynd/JDS

„Þetta er frekar þægilegt ferðalag. Við flugum til Narsarsuaq á Grænlandi og fórum þaðan með báti í veiðibúðirnar. Siglingin tók um þrjá klukkutíma en það getur verið misjafnt eftir aðstæðum. Veðrið lék við okkur þessa viku. Fimm til átta gráður, nánast logn og skýjað. Frábær uppskrift fyrir minn smekk,“ sagði Jóhann í samtali við Sporðaköst.

Þarna er margt í boði, veiðilega séð. Bleikjuveiðin er rómuð og eitthvað sem margir lýsa hreinlega sem ævintýri. „Það er svo mikið af henni að það er nánast óraunverulegt. Þetta snýst bara um hvað þú nennir að veiða margar,“ segir Jóhann upptendraður þegar hann rifjar upp þetta ævintýri frá 2019.

Veiðin var svo mikil að þeir félagar slepptu níu af …
Veiðin var svo mikil að þeir félagar slepptu níu af hverjum tíu fiskum. Hér fer ein af stærri gerðinni aftur út í. Ljósmynd/JDS

Eitt mesta magnið af bleikjunni er þar sem lítil á fellur úr vatni sem er í um fjörutíu mínútna gangur í frá veiðihúsinu. „Það sem kom mér alveg skemmtilega á óvart var að við vorum bæði að veiða mjög stórar bleikjur og einnig smærri nýgengnar úr sjó. Ég fékk mína stærstu á bleikan Nobbler og hún vigtaði átta pund. Þetta var ein af þeim stærstu sem veiddist þetta sumarið. Hún var kollegin enda mæta þessar stærstu fyrr um sumarið. Bleikjurnar eru mjög sterkar og þegar þú færð eina af þessari stærð þá er það fullorðin viðureign.“

Hreindýraveiði er líka í boði og margir kaupa sér líka …
Hreindýraveiði er líka í boði og margir kaupa sér líka dýr, fyrst þeir eru á annað borð komnir til Grænlands. Ljósmynd/JDS

Vilji menn tilbreytingu er siglt í aðrar ár sem bjóða upp á nýja veiðistaði. En magnið af fiskinum er ávallt mikið.

Þegar magnið af fiskinum er svona mikið, skiptir þá máli hvaða fluga er sett fyrir hana?

„Það skiptir ekki miklu máli,“ segir Jóhann og kímir. „Ég prófaði meira að segja Frances og fékk á hana líka. Eini munurinn er sá að þú þarft að bíða aðeins lengur eftir tökunni með Frances. En án alls gamans þá taka þær flest sem þeim er sýnt. Leiðsögumennirnir þarna prófuðu einu sinni að kasta sígarettustubbi og það virkaði líka svona vel.“

Færið er ekki alltaf langt. Hér er veiðimaður kominn í …
Færið er ekki alltaf langt. Hér er veiðimaður kominn í færi við nokkur dýr. Ljósmynd/JDS

Eftir að hafa eytt góðum tíma í vatninu og þar sem fellur úr því og búinn að veiða einhverja tugi af bleikjum, ákvað Jóhann að skella sér á sjóstöng. „Ég fór nú fyrst í búðirnar og fékk mér að borða. Svo skellti ég mér í sjógalla og við sigldum í einhverjar tíu mínútur og þá vorum við lentir í moki. Flottir þorskar og minn stærsti var átta kíló. En fyrir þá sem voru duglegastir var hægt að ná á sama degi bleikju, þorski og hreindýri. Það er mikið af hreindýrum þarna um allt og sumir fóru líka til að ná sér í dýr. Ég gerði það nú ekki var bara að veiða. Ég fór reyndar með heimamönnum í eina skotveiðiferð og það var mjög gaman að sjá hvernig þeir nálguðust þetta.“

Sumar af bleikjunum voru nýgengnar, eins og þessi. Í raun …
Sumar af bleikjunum voru nýgengnar, eins og þessi. Í raun voru þeir félagar að veiða allar útgáfur. Bæði hvað varðar stærð og ástand. Ljósmynd/JDS

Jóhann segir að þetta hafi verið eitt best frí sem hann hafi komist í. Að hluta þakkar hann símasambandsleysinu fyrir þá upplifun. „Þetta var bara svo eitthvað magnað. Þú ert svo einn úti í svo kraftmikilli náttúru og veiðin er svo ævintýraleg.“ 

Veiðibúðirnar er hinar huggulegustu og vel fór um þá félaga. …
Veiðibúðirnar er hinar huggulegustu og vel fór um þá félaga. Sambandsleysi við umheiminn þótti bara bónus. Ljósmynd/JDS
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert