Náði „Super Grand Slam“ í fyrsta túrnum

Helga Kristín Tryggvadóttir með flottan Tarpon sem er í kringum …
Helga Kristín Tryggvadóttir með flottan Tarpon sem er í kringum tuttugu pund. Hún náði Super Grand Slam á Kúbu fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/HKT

Veiðimenn sem stunda sjávarveiði, eða „salt water“ eiga flestir sér draum um að ná „Grand Slam“ eða „Super Grand Slam.“ Fæstir upplifa þetta í fyrsta túr, en það afrekaði hún Helga Kristín Tryggvadóttir sölustjóri Six Rivers Project niður á Kúbu fyrr í mánuðinum. 

Þetta var hennar fyrsta veiðiferð í salt water og það gekk allt upp hjá henni. Grand Slam er það kallað þegar veiðimaður landar þremur ólíkum tegundum á innan við 24 tímum. Þarna er verið að tala um ákveðnar tegundir fiska sem veiðimenn geta veitt og veita þessa nafnbót. Fremstir í flokki eru Tarpon og Permit ásamt fleirum. Super Grand Slam er svo fjórir fiskar af sitt hvorri tegund, innan sama tímaramma. Loks er til Fantasy Slam en það eru fimm tegundir.

Og hér er hún með Permit sem tók fluguna frá …
Og hér er hún með Permit sem tók fluguna frá Kanadamanninum. Þegar þessir tveir voru komnir þá færðist leiðsögumaðurinn allur í aukana að ná Grand Slam. Ljósmynd/HKT

Þegar Helga Kristín kom til Kúbu, nánar tiltekið á Cayo Cruz veiðisvæðið var hún fyrst og fremst að leitast við að komast í góða veiði og eiga flott frí í sól og hita. „Þetta var svolítið eins og að koma hálfa öld aftur í tímann. Ég bókaði þetta með stuttum fyrirvara og var heppin að það höfðu einhverjir dottið úr skaftinu vegna Covid.

Bonefish. Og þá var komið Grand Slam. Leiðsögumaðurinn færðist enn …
Bonefish. Og þá var komið Grand Slam. Leiðsögumaðurinn færðist enn í aukana. Ljósmynd/HKT

Ég byrjaði norðarlega á eyjunni á svæði sem heitir Cayo Cruz og það er þekkt fyrir góða Permit veiði. Það er vetur þarna og ekki besti tíminn fyrir Permit en engu að síður ágætt. Fyrstu tvo dagana var leiðinlegt veður. Rok og frekar erfitt. Ég var mjög sátt við veiðina. Veiddum slatta af Bonefish upp í sjö pund og fullt af Jack.

Ég færði mig svo suður fyrir, til Cayo Largo og þar fór ég um borð í skip sem ég gisti í næstu vikuna og veiddi út frá því móðurskipi. Það var mjög fyndið þegar ég mætti þar. Ég var fyrst á staðinn og var bara að slaka á. Það var kominn þarna eldri Breti og Kanadamaður. Svo mætti hópur af Finnum og einn þeirra spurði mig hvort ég væri að vinna þarna. Ég hélt nú ekki. Þá spurði hann hvort ég væri með Bretanum, sem var maður um áttrætt. Örugglega haldið að ég væri þarna með einhverjum „sykurpabba,““ Helga Kristín hlær hátt og innilega.

Þetta tók sinn tíma. Þau voru lengi að finna Snook …
Þetta tók sinn tíma. Þau voru lengi að finna Snook en það hafðist á endanum og þar með var fjóra Super Grand Slam á árinu staðfest. Ljósmynd/HKT

Svo komust málin á hreint og þeir voru mjög hissa að sjá þarna unga konu að veiða bara eina með sjálfri sér. Það kom svo á daginn að Helga Kristín átti eftir að kafveiða Finnana. Hún sagði þetta allt hafa verið fína kalla.

Fyrsta daginn á Cayo Largo fékk hún hátt í fjörutíu punda Tarpon. „Geggjaðan fisk,“ eins og hún orðar það. Ég bað leiðsögumanninn að taka mynd af mér. Hann var ekki með síma og ég bara átti ekki til orð og varð frekar pirruð sko. Minn sími var í móðurbátnum og var þar í hrísgrjónasekk í þurrkun og ég vissi ekkert hvort hann myndi virka aftur. „Ég var viss um að þetta yrði eini Tarponinn sem ég fengi og ákvað svo að sætta mig við þetta. Ok ég verð hérna í viku og mun engar myndir eiga. Þetta lifir bara í minningunni.“ Helga Kristín var búin að sætta sig við þessa stöðu en áður en næsti veiðidagur hófst var búið að grafa upp eldgamla Canon myndavél til að redda þeirri íslensku.

Kastað fyrir utan Kúbu. Bláu litirnir eru svo magnaðir. Þetta …
Kastað fyrir utan Kúbu. Bláu litirnir eru svo magnaðir. Þetta er besta frí sem Helga Kristín hefur átt. Ljósmynd/HKT

„Daginn sem ég náði Super Grand Slam, var dagur tvö hjá mér. Við lögðum af stað klukkan átta um morguninn frá skipinu og ég setti í Tarpon mjög fljótlega. Var búin að landa honum um klukkan níu. Þá setti ég undir flugu sem Kanadamaður að nafni Pierre hafði gefið mér og sagt að ég myndi fá Permit á þessa flugu, og við fórum að leita að Permit. Við vorum búin að leita í um tvo klukkutíma og ég var svona að fara að missa vonina. Og ég var svo sannarlega ekki að reyna við eitthvað Grand Slam eða slíkt. Þá skyndilega sáum við einn Permit og hann kemur syndandi í áttina að bátnum. Maður þarf að eiga fullkomið kast og setja fluguna rétt fyrir framan hann og það er ekki auðvelt í vindi og þetta þurfti að gerast hratt. Ég reyndi og náði fullkomnu kasti og hann tók strax. Ég var ekki að trúa þessu fyrst. Hjartað mitt var á milljón á meðan ég var með hann. Ég ætlaði sko ekki að missa hann. Þetta var tuttugu punda fiskur og hrikalega sterkur. Ég er með brákað rifbein og var hreinlega að drepast undan átökunum. Við náðum þessum Permit og þá var komið kapp í Keinhert  leiðsögumann. Hann vildi að við færum í Bonefish. Ég var varla að nenna því af því að ég veiddi svo marga í Cayo Cruz.

Skálað fyrir alslemmunni. Það eru ekki margir veiðimenn sem upplifa …
Skálað fyrir alslemmunni. Það eru ekki margir veiðimenn sem upplifa að ná þessum áfanga í fyrstu veiðiferð. Ljósmynd/HKT

Við náðum fljótlega Bonefish og þá var komið Grand Slam. Leiðsögumaðurinn var himinlifandi, enda eru þeir rosalega fastir í þessu verkefni að ná þessu. Þeir reyna við þetta á hverjum degi að ná Grand eða Super Grand Slam. Við lögðum af stað í að finna Snook. Það varð mjög erfitt. Við þurftum að fara þar sem uxu tré í sjónum. Þetta er Leiruviður og hann sagði mér að þetta væru einu trén sem gætu vaxið og dafnað í söltu vatni. Innan um rótarkerfi þessara trjáa og í námunda við þau heldur Snook sig. Það fór langur tími í að finna Snook. Keinhert  var farinn að stynja af þreytu og ég vildi að hann tæki sér smá pásu en það var ekki við það komandi. Ég bauðst til að taka við af honum og þá vissi ég ekki hvert hann ætlaði. En á endanum fundum við Snook. Fyrst fældist hann en við fundum hann aftur og þá tók hann. Keinhert skipaði mér að bara djöfla honum inn og ég gerði það. Þetta var alveg sterkur fiskur og ég að drepast í rifbeininu í þokkabót. En við náðum honum. Mér fannst þessi Snook ekki mjög merkilegur. Hann er bara mjög svipaður ýsu og ég upplifði bara að ég væri með ýsu.

Það voru fleiri fiskar á ferðinni við Kúbu. Þessi vel …
Það voru fleiri fiskar á ferðinni við Kúbu. Þessi vel tennta Barracuda tók fluguna hjá Helgu Kristínu. Ljósmynd/HKT

En þarna var komið Super Grand Slam og ekki nema það fjórða á þessu ári á svæðinu. Keinhert trylltist af fögnuði og ég var náttúrulega komin í þessa hugsun líka og við bara öskruðum og flissuðum og skáluðum í rommi.“

Hún fer öll á flug þegar hún segir frá þessu.

En hvað sögðu Finnarnir þegar „þjónustustúlkan“ kom til baka í móðurskipið með Super Grand Slam á bakinu?

„Það voru allir rosa kátir og ég fékk þumal upp frá þeim öllum. Þetta var æðislegt,“ segir hún. Það þarf svo sem ekki að spyrja hana hvort hún ætli aftur og eyða meiri tíma sjávarveiði. Hún er þegar farin að skipuleggja næsta vetur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert