Hnignun sjóbleikju – Hvað er til ráða?

Sjóbleikjan á undir högg að sækja og hefur orðið mikill …
Sjóbleikjan á undir högg að sækja og hefur orðið mikill samdráttur í veiði á henni síðustu áratugi. Þessi veiddist í Fljótaá. Morgunblaðið/Golli

Bleikjan – Styðjum stofninn, eru nýstofnuð félagssamtök sem hafa það að markmiði að gæta hagsmuna sjóbleikju og meta aðgerðir til að styrkja stofninn.

Í samstarfi við Stangaveiðifélag Akureyrar (SVAK), Veiðifélögin í Eyjafirði og Fiskirannsóknir ehf hafa samtökin boðað til opins fundar um stöðu sjóbleikjunnar undir yfirskriftinni Hnignun sjóbleikjunnar – Hvað er til ráða. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl í Deiglunni í Gilinu á Akureyri. Fundurinn hefst klukkan 20.

Á fundinum verður stiklað á stóru um þá þætti sem teljast vera orsakavaldar hnignunar sjóbleikju og hvað er til ráða. Fundarstjóri verður Sigmundur Ófeigsson og mælendur Högni Harðarson hjá Fiskirannsóknum ehf og Stefán Sigmundsson.

Margvíslegir og flóknir þættir spila inn í þegar kemur að …
Margvíslegir og flóknir þættir spila inn í þegar kemur að hnignun bleikjunnar. Opinn fundur um málið verður haldinn 19. apríl á Akureyri. Ljósmynd/Árni Einarsson

Alþekkt er að mjög hefur dregið úr göngum og veiði á sjóbleikju og gætir þessa um allt land. Eins og kemur fram í auglýsingu um fundinn skipta áhrif loftslagsbreytinga mestu en aðrir þættir vega líka inn í þessa jöfnu. Malartekja í ám, veiðar í sjó, kvótaskerðing, friðun svæða og ofveiði eru meðal þátta sem ræddir verða.

Kynnt verða til sögunnar á fundinum gögn til að varpa ljósi á ástandið. Óhætt er að segja að þau gögn staðfesti dramatískt fall í veiði á bleikju í öllum landshlutum. Gögnin ná aftur til ársins 1990 og er hrun í öllum landshlutum.

Þetta er fundur sem áhugamenn um bleikjuna ættu ekki að láta fram hjá sér fara.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert