Tungulækur kominn yfir hundrað fiska

Höskuldur B. Erlingsson með geldfisk úr Tungulæk sem hann veiddi …
Höskuldur B. Erlingsson með geldfisk úr Tungulæk sem hann veiddi eftir hádegi. Þeir félagar eru komnir með þrjátíu fiska eftir tvær vaktir. Ljósmynd/TKE

Einhver magnaðasta sjóbirtingsá á landinu og þótt víðar væri leitað er Tungulækur sem fellur í Skaftá skammt neðan við Kirkjubæjarklaustur. Það sem af er þessum mánuði hafa yfir hundrað birtingar verið færðir til bókar og tvær hlussu bleikjur.

Tungulækur er ein af styttri ám landsins en engu að síður er fjölda veiðistaða að finna á leið lækjarins frá Fossi að Skaftá.

Theodór K. Erlingsson með flotta bleikju. Þessi mældist rúmir sextíu …
Theodór K. Erlingsson með flotta bleikju. Þessi mældist rúmir sextíu sentímetrar. Þó svo að Tungulækur sé fyrst og fremst sjóbirtingsá þá veiðast nokkrar bleikjur og örfáir laxar þar á hverju ári. Ljósmynd/HBE

Það sem af er tímabili er stærsti fiskurinn 93 sentímetrar og tók hann Black Ghost í veiðistaðnum Sigga. Þá er búið að landa tíu birtingum sem mælst hafa áttatíu sentímetrar eða meira. Sjóbirtingar sem ná þessari stærð eru engar smá skepnur og orðnir fjörgamlir.

Eins og sjá má á rafrænu veiðibókinni sem angling.IQ vistar er búin að vera mögnuð veiði, sérstaklega þá daga sem aðeins hlýnar og aðstæður fyrir veiðimenn líkjast meir vorveiði en vetrarhörkum.

Fiskur þreyttur í Tungulæk, fyrr í dag.
Fiskur þreyttur í Tungulæk, fyrr í dag. Ljósmynd/TKE

Tungulækur er um árabil þekktur fyrir að þar veiðast árlega mjög stórir sjóbirtingar. Það var einmitt fyrir ári sem einn stærsti birtingur sem veiddist í fyrra gaf sig. Það var Theodór Erlingsson sem landaði honum í veiðistaðnum Súdda. Sá tók fluguna Green Dumm sem er Teddi notar mikið. Sama gengi er nú einmitt að veiða Tungulækinn. Við heyrðum í þeim hljóðið en með Tedda er Höskuldur B. Erlingsson ásamt fleirum.

„Þetta er minna en í fyrra en meira en 2020. Við erum búnir með einn dag og erum komnir með einhverja þrjátíu fiska. Þannig að þetta er bara fínt,“ sagði Höskuldur í samtali við Sporðaköst.

Þessi birtingur tók púpu eins og hinir. Hér var það …
Þessi birtingur tók púpu eins og hinir. Hér var það Green Dumm sem heillaði. Ljósmynd/HBE

Þegar þeir félagar vöknuðu í morgun hafði snjóað og var hvítt yfir öllu. Samt var fín veiði fyrri hluta dagsins. „Svo kom sólin og hún bræddi snjóinn á núll einni. En það var svo merkilegt að þá datt takan alveg niður.

Við höfum fengið þetta allt á púpur. Green Dumm, Copper John, Pheasant Tail og fleiri. Ég hef fengið töluvert á eina sem er nánast alveg græn þannig að græni liturinn er að gefa ágætlega. Ég er búinn að reyna mikið straumflugur en ekki fengið högg. Þetta eru sömu flugur og ég var að fá á fyrri árin."

Höskuldur sagði meira af geldfiski en til dæmis í fyrra. Þetta eru fimmtíu til sextíu sentímetra fiskar. Bjartir og þykkir og hoppa og skoppa um allt.

Nú virðist sem þessi frostakafli sé á undahaldi og rauðar tölur eru framundan, allavega á Suðurlandi. Það er ávísun á spennandi tíma á sjóbirtingsslóðum í Skaftafellssýslu og jafnvel víðar. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert