Sjáðu tilboðin í Laxá í Leirársveit

Sigríður Johnson með nýrunninn lax úr Laxfossi í Laxá í …
Sigríður Johnson með nýrunninn lax úr Laxfossi í Laxá í Leirársveit. Laxfoss er eitt af kennileitum Laxár. Ágæt veiði var í Leirársveitinni í fyrra. Ljósmynd/Ólafur Johnson

Þeir sex aðilar sem buðu í veiðirétt í Laxá í Leirársveit sendu inn samtals þrettán tilboð þegar horft er til frávikstilboða. Flest tilboð og hæsta tilboð kom frá Sporðabliki sem eru núverandi leigutaki árinnar. Samkvæmt heimildum Sporðakasta líta tilboðin svona út.

Þeir sem buðu eru:

AJA ehf með 53 milljónir

Hreggnasi ehf 53,5 milljónir

Hreggnasi ehf Umboðssala (frávikstilboð)

Kristinn og Guðmundur fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags 51,4 milljónir og einnig sendu þeir inn frávikstilboð sem hljóðaði upp á umboðssölu.

Fish Partners ehf sendu inn tilboð upp á 62,8 milljónir og einnig frávikstilboð sem hljóðaði upp á umboðssölu.

Sporðablik ehf, sem er núverandi leigutaki sendi inn tilboð upp á 69 milljónir króna. Þá var félagið einnig með fjögur frávikstilboð og hlupu þau á upphæðum frá 70,1 milljón og upp í 72,2 milljónir.

Þá var Bókabúðin ehf með tilboð sem hljóðaði upp á 58,5 milljónir króna.

Haukur Geir Garðarsson einn af eigendum Sporðabliks og leigutaki með …
Haukur Geir Garðarsson einn af eigendum Sporðabliks og leigutaki með smálax á opnunardegi í Laxá í Leirarársveit sumarið 2020. Líklegt verður að teljast að Sporðablik tryggi sér áframhaldandi samning um Leirársveitina. Ljósmynd/Aðsend

Það er ljóst að töluverð vinna mun fara í að kryfja þessi tilboð meðal annars vegna fjölda frávikstilboða. Ljóst er að töluverðir fjármunir af þeim tilboðum sem komu fram eru vegna bættrar aðstöðu fyrir veiðimenn, þar sem horft er til endurbóta á veiðihúsi.

Athygli vekur að nokkrir aðilar sem sterklega voru orðaðir við þátttöku í útboðinu sendu ekki inn tilboð. Þar á meðal var Stangaveiðifélag Reykjavíkur og félög sem Sporðaköst höfðu upplýsingar um.

Hvernig sem tilboðin eru samsett er ljóst að þau leiða til verðhækkunar á veiðileyfum í Laxá í Leirársveit. Hæsta krónutala sem fram kemur í listanum hér að ofan er nálægt því að vera tvöföldun á þeim leigugreiðslum sem hafa verið greiddar, samkvæmt heimildum Sporðakasta.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert