Hörkuveiði búin að vera í Elliðaánum

Hér glímir Ingibjörg Jóhannsdóttir við einn laxinn í Árbæjarhyl, sá …
Hér glímir Ingibjörg Jóhannsdóttir við einn laxinn í Árbæjarhyl, sá tók Arndilly Fancy #16. Mikið er af laxi í þessum hyl. Ljósmynd/Einar Falur

„Það er bara mjög mikið af fiski í Elliðaánum. Ég var að veiða þar í gærmorgun ásamt konu minni og við settum í tólf laxa en lönduðum fimm. Við settum í fisk á öllum svæðunum sex og þetta var bara alveg ótrúleg axjón,“ sagði Einar Falur Ingólfsson veiðipistlahöfundur í Morgunblaðinu í samtali við Sporðaköst.

Fleiri veiðimenn sem Sporðaköst hafa rætt við hafa gert mjög góða veiði í borgarperlunni. Þannig var ein stöng sem setti í fimmtán laxa í fyrradag og landaði tólf þeirra. Sá stærsti var hvorki meira né minna en 89 sentímetrar. Þá var líka slitið úr stórum fiski í Teljarastreng og giskaði veiðimaður á að hann hafi verið á bilinu 80 til 90 sentímetrar.

„Það var ótrúlega mikið af fiska í Hundasteinum og á Hrauninu og við urðum vör við fiska í öllum stöðum sem við fórum á. Við vorum eingöngu með smáar flugur og það var að svínvirka,“ upplýsti Einar Falur.

Allt í keng. Einar Falur tekst á við einn af …
Allt í keng. Einar Falur tekst á við einn af mörgum sem þau settu í í gærmorgun. Ljósmynd/Einar Falur

Hann byrjaði að kasta á efsta veiðistaðinn, Höfuðhyl og setti í fisk nánast í fyrsta kasti. Svo var öll vaktin meira og minna eitthvað að gerast, hvert sem þau fóru.

Sigurður Tómasson veiðivörður við Elliðaárnar staðfesti að mjög líflegt hefði verið í ánni síðustu daga og veiðibókin sýndir 111 laxa miðað við hádegi í gær og er það mun meiri veiði en í fyrra. 7. júlí í fyrra voru komnir 76 laxar á land, þannig að Elliðaárnar eiga töluvert inni í þann tíma.

Spennandi verður að fylgjast með næstu dögum í Elliðaánum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert