Sjóbirtingurinn mættur snemma í ár

Kátur breskur veiðimaður með birting sem hann veiddi við Bjarnafoss. …
Kátur breskur veiðimaður með birting sem hann veiddi við Bjarnafoss. Þetta þykir snemmta fyrir sjóbirtinginn á þessum slóðum. Ljósmynd/Fish Partner

Fyrstu nýgengnu sjóbirtingarnir í Tungufljóti veiddust um helgina á efsta veiðistað, sem er Bjarnafoss. Þá sáust spegilbjartir birtingar í vatnaskilunum við Syðri – Hólma. Það voru breskir veiðimenn sem lönduðu þeim fyrstu en þeir áttu frekar von á laxi á þessum tíma.

Algengt er að birtingurinn láti sjá sig á þessum slóðum, í Vestur – Skaftafellssýslu, undir mánaðamótin júlí ágúst. Kristján Páll Rafnsson hjá Fish Partner staðfesti þetta og sagði athyglisvert að birtingurinn hefði gengið snemma til sjávar í vor. „Oft eru þeir síðustu að fara í fyrstu vikunni í júní en nú í vor gengu síðustu fiskarnir út 25. maí. Hlýtt vor gæti verið skýring hvers vegna þeir eru svona snemma í ár. Bæði á leið til sjávar og aftur upp í ferskvatnið,“ sagði Kristján Páll í samtali við Sporðaköst.

Þessi var líka veiddur við Bjarnafoss og veiðimennirnir sáu birtinga …
Þessi var líka veiddur við Bjarnafoss og veiðimennirnir sáu birtinga neðst í Tungufljótinu, við vatnaskilin. Ljósmynd/Fish Partner

Tungufljót er fyrst og fremst sjóbirtingsá og ein af þeim þekktari á Íslandi. Laxastofn er í ánni en hann er ekki stór. Þó veiðst alltaf nokkrir laxar á hverju sumri. Það er ærið misjafnt milli ára.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert