Miklar breytingar á topplistanum

Það hefur mikið verið brosað á bökkum Ytri - Rangár …
Það hefur mikið verið brosað á bökkum Ytri - Rangár í síðustu viku. 384 laxar komu á land á svæðinu og er það mun betri veiði en á sama tíma í fyrra. Erlendur veiðimaður brosir sínu breiðasta neðan við Ægisíðufoss. Ljósmynd/Trausti Arngrímsson

Topplistinn yfir laxveiðiár tekur verulegum breytingum samkvæmt nýjum vikutölum frá Landssambandi veiðifélaga. Ytri – Rangá og vesturbakki Hólsár gáfu mestu veiðina í síðustu viku eða 382 laxa og tyllir hún sér í toppsætið með 769 laxa. Urriðafoss í Þjórsá sem hefur setið í því sæti fellur niður í það fjórða á eftir Þverá/Kjarrá og Norðurá. Allar þessar ár hafa gefið yfir sjö hundruð laxa það sem af er.

Hann er á. Ein af mörgum viðureignum við þann silfraða …
Hann er á. Ein af mörgum viðureignum við þann silfraða í Ytri í síðustu viku. Ytri - Rangá tyllir sér í toppsætið eftir þessa viku. Ljosmynd/Sverrir Rúnarsson

Hér má sjá topplistann eftir síðustu viku. Fyrsta talan er heildarveiði miðað við lok veiðidags í gærkvöldi. Síðan kemur tala innan sviga og er það veiðin á sama tíma í fyrra. Næst kemur tala yfir vikuveiðina og loks innan sviga vikuveiðin í sömu viku í fyrra.

1. Ytri – Rangá og Vesturb. Hólsár 769 (384) Vikuveiði 382 (213)

2. Þverá/Kjarrá 731 (567) Vikuveiði 179 (167)

3. Norðurá 711 (717) Vikuveiði 191 (184)

4. Urriðafoss 701 (741) Vikuveiði 119 (73)

5. Eystri – Rangá 450 (492) Vikuveiði 258 (173)

6. Langá 427 (306) Vikuveiði 145 (152)

7. Haffjarðará 404 (377) Vikuveiði 117 (112)

8. Elliðaár 361 (232) Vikuveiði 74 (59)

9. Laxá í Kjós 335 (302) Vikuveiði 96 (85)

10. Miðfjarðará 333 (363) Vikuveiði 122 (157)

11. Grímsá 309 (217) Vikuveiði 93 (60)

12. Stóra – Laxá 282 (152) Vikuveiði 57 (48)

13. Laxá á Ásum 276 (191) Vikuveiði 124 (87)

14. Flókadalsá 265 (105) Vikuveiði 45 (30)

15. Jökla 231 (145) Vikuveiði 134 (44)

16. Selá 226 (202) Vikuveiði 106 (123)

17. Hofsá 220 (155) Vikuveiði 122 (69)

Inn á þennan lista vantar Laxá í Leirársveit en nýjar tölur voru ekki komnar í hádeginu. Góður gangur hefur verið í Leirársveitinni.

Hér er margt athyglisvert að sjá. Rangárnar eru greinilega að detta í gang og góð veiði í Ytri vekur athygli en hún er á mun betra róli en í fyrra.  Þá er óvanalegt að sjá Miðfjarðará í tíunda sæti listans á þessum tíma en hún hefur árum saman verið í einum af toppsætunum lengst af sumri. 

Flókadalsá er að gefa frábæra veiði þetta sumarið og vantar nú ekki nema sextán laxa til að jafna lokatölu síðasta árs sem var 281 lax á stangirnar þrjár.

Elliðaárnar, Stóra – Laxá, Jökla, Hofsá, Grímsá og Ásarnir eru allar á mun betra róli en í fyrra. Þegar vikuveiðin er borin saman við sömu viku í fyrra er afar misjafnt hvernig árnar hafa komið út. Allar tölur eru fengnar af vefnum angling.is sem er vefur Landssambands veiðifélaga. Útreikningar eru hins vegar á ábyrgð Sporðakasta.

Uppfært

Laxá í Leirársveit var með 336 laxa eftir þessa viku sem skilar henni í áttunda sæti. Á sama tíma í fyrra var veiðin 308 laxar. Síðasta vika gaf 99 laxa veiði á móti 132 löxum í sömu viku í fyrra.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert