Þóra með þann þúsundasta úr Norðurá

Þóra Hallgrímsdóttir heldur á þúsundasta laxinum úr Norðurá. Hann veiddist …
Þóra Hallgrímsdóttir heldur á þúsundasta laxinum úr Norðurá. Hann veiddist á Bryggjum. Ljósmynd/BH

Þóra Hallgrímsdóttir veiddi merkislax í Norðurá nú seinnipartinn. Við vikutölur úr laxveiðiánum sem birtar voru á vef Landssambands veiðifélaga í hádeginu mátti sjá að Norðurá var komin í 996 laxa. Það voru því allar líkur á að sá þúsundasti myndi veiðast í dag.

Þóra og leiðsögumaðurinn hennar voru með þetta bak við eyrað þegar þau veiddu Bryggjurnar. Mikið vatn er í Norðurá, en Karl Kristján Bender leiðsögumaður mælti engu að síður með Sunray Shadow og strippa hana hratt.

Þóra og leiðsögumaðurinn Karl Kristján Bender. Þau voru alsæl með …
Þóra og leiðsögumaðurinn Karl Kristján Bender. Þau voru alsæl með þann þúsundasta. Ljósmynd/BH

Eftir nokkur köst kom þessi fallegi smálax á syngjandi ferð og réðist á Sunrayinn í yfirborðinu. Ekkert þeirra vissi á því augnabliki að þetta væri lax númer þúsund. En eftir að honum var landað og hann mældur kom í ljós að hann var sá þúsundasti. Það dró ekki úr gleði Þóru og Karls leiðsögumanns. Bryggjurnar hafa verið næst öflugasti veiðistaðurinn í Norðurá í sumar. Þetta var 79 laxinn sem veiðist þar. Það er bara Eyrin, aðeins ofar sem hefur gefið fleiri laxa eða 135. Norðurá er fjórða áin sem fer yfir þúsund laxa í sumar. Báðar Rangárnar hafa náð þeim áfanga fyrir nokkru og Þverá/Kjarrá er komin yfir þúsundið nýlega.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka