Þóra með þann þúsundasta úr Norðurá

Þóra Hallgrímsdóttir heldur á þúsundasta laxinum úr Norðurá. Hann veiddist …
Þóra Hallgrímsdóttir heldur á þúsundasta laxinum úr Norðurá. Hann veiddist á Bryggjum. Ljósmynd/BH

Þóra Hallgrímsdóttir veiddi merkislax í Norðurá nú seinnipartinn. Við vikutölur úr laxveiðiánum sem birtar voru á vef Landssambands veiðifélaga í hádeginu mátti sjá að Norðurá var komin í 996 laxa. Það voru því allar líkur á að sá þúsundasti myndi veiðast í dag.

Þóra og leiðsögumaðurinn hennar voru með þetta bak við eyrað þegar þau veiddu Bryggjurnar. Mikið vatn er í Norðurá, en Karl Kristján Bender leiðsögumaður mælti engu að síður með Sunray Shadow og strippa hana hratt.

Þóra og leiðsögumaðurinn Karl Kristján Bender. Þau voru alsæl með …
Þóra og leiðsögumaðurinn Karl Kristján Bender. Þau voru alsæl með þann þúsundasta. Ljósmynd/BH

Eftir nokkur köst kom þessi fallegi smálax á syngjandi ferð og réðist á Sunrayinn í yfirborðinu. Ekkert þeirra vissi á því augnabliki að þetta væri lax númer þúsund. En eftir að honum var landað og hann mældur kom í ljós að hann var sá þúsundasti. Það dró ekki úr gleði Þóru og Karls leiðsögumanns. Bryggjurnar hafa verið næst öflugasti veiðistaðurinn í Norðurá í sumar. Þetta var 79 laxinn sem veiðist þar. Það er bara Eyrin, aðeins ofar sem hefur gefið fleiri laxa eða 135. Norðurá er fjórða áin sem fer yfir þúsund laxa í sumar. Báðar Rangárnar hafa náð þeim áfanga fyrir nokkru og Þverá/Kjarrá er komin yfir þúsundið nýlega.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert