Köflótt veiðisumar nær ekki meðaltalinu

Bára Einarsdóttir afskaplega ánægð með maríulaxinn sinn úr Ytri - …
Bára Einarsdóttir afskaplega ánægð með maríulaxinn sinn úr Ytri - Rangá. Áin er komin yfir þrjú þúsund laxa. Ljósmynd/IO

Vikulegar tölur yfir laxveiði á landinu birtust í gær og er orðið ljóst að þetta veiðisumar verður undir meðaltali heilt yfir landið. Veiðinni er þó misskipt milli landshluta og áfram er það NA–landið sem á mun betra tímabil en undanfarin ár. Tölurnar eru birtar á vef Landssambands veiðifélaga á vef þeirra angling.is og má þar sjá tölur yfir veiði úr fjölmörgum ám. Miðast tölurnar við miðvikudagskvöld. 

Þó svo að árið sé undir meðaltali eru margar ár að gefa betri veiði en í fyrra. Margir veiðimenn vona að það sé upptakturinn að betri veiði á næstu árum. Víða er smálax í meira magni en undanfarin ár og gefur það væntingar um að meira verði af tveggja ára laxi en í sumar.

Rangárnar sitja í tveimur efstu sætunum eins og venjulega. Sú Ytri er þó að gefa mun betri veiði en síðasta ár og einnig betri veiði en sú Eystri. Þannig fór vikuveiðin í Ytri – Rangá yfir fimm hundruð laxa og mun í þessari viku að öllum líkindum fara yfir heildarveiði síðasta árs sem var 3.437 laxar.

Norðurá fór upp í þriðja sæti með áframhaldandi góðri ágústveiði en hún gaf vikuveiði upp á 181 lax sem er óvenju gott á þeim bænum á þessum tíma sumars.

Allar árnar í Þistilfirði, Vopnafirði og Jökla eru komnar yfir heildarveiði síðasta árs. Þar stefnir í flottar lokatölur.

Á Vesturlandi og Norðvesturlandi eru þó nokkrar ár að bæta sig frá í fyrra. Laxá á Ásum er komin í 695 laxa en gaf í fyrra 600. Elliðaárnar eru komnar í þá huggulegu tölu 666 en gáfu 617 laxa í fyrra. Blanda er komin vel yfir heildarveiðina í fyrra. Stóra – Laxá er búin að jafna heildarveiði síðasta árs. Hítará er að komast í þann flokk og bændur sem eiga Flókadalsá brosa hringinn en hún er komin í 422 laxa en gaf í fyrra 281 lax. Þar er veitt á þrjár stangir. Sömu sögu er að segja með Leirvogsá en tvær stangir þar hafa gefið 356 laxa á móti 279 allt sumarið í fyrra.

Hér er topp tuttugu listinn eins og hann birtist í gær. 

1. Ytri – Rangá og Vesturb. Hólsár 3.021. Vikuveiði 514

2. Eystri – Rangá 2.368. Vikuveiði 294

3. Norðurá 1.280. Vikuveiði 181

4. Þverá/Kjarrá  1.244. Vikuveiði 93

5. Miðfjarðará 1.113. Vikuveiði 128

6. Hofsá 935. Vikuveiði 114

7. Selá 892. Vikuveiði 141

8. Urriðafoss 849. *Vantar nýjar tölur

9. Langá  775. Vikuveiði 78 

10. Haffjarðará 722. Vikuveiði 37

11. Laxá á Ásum 695. Vikuveiði 84

12. Elliðaár 666. Vikuveiði *Ekki ljóst

13. Laxá í Leirársveit 652. Vikuveiði 27

14. Jökla 649. Vikuveiði 66

15. Laxá í Kjós 645. Vikuveiði 37

16. Grímsá  622. Vikuveiði 45

17. Stóra – Laxá 560. Vikuveiði 65

18. Blanda 558. Vikuveiði 27

19. Víðidalsá 540. Vikuveiði 53

20. Laxá í Dölum 522. Vikuveiði 75

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka