Með stöngina í klofinu þegar tröllið tók

Alsæll Trausti Arngrímsson með 104 sentímetra hæng. Alvöru krókódíll, eins …
Alsæll Trausti Arngrímsson með 104 sentímetra hæng. Alvöru krókódíll, eins og þeir eru oft kallaðir á þessum tíma hængarnir sem eru orðnir legnir og hafa tekið lit. Ljósmynd/MV

Það er alveg óvíst hvorum brá meira, veiðimanni eða stórlaxinum á Iðunni þegar sá síðarnefndi tók flugu þess fyrrnefnda. Trausti Arngrímsson var að veiða ásamt félaga sínum, Margeiri Vilhjálmssyni og vaktin var að klárast. Trausti ákvað að velja eina flugu í lokin og kom stönginni vel fyrir milli fóta sér og tók upp fluguboxið. Um leið og hann opnaði boxið var rifið af krafti í línuna. Klukkan var 12:50, að sögn Trausta. Hann meiddist ekki við þetta snögga og mikla átak en náði að koma fluguboxinu í vasa og rétta upp stöngina og hefja baráttu við einn stærsta lax sem landað hefur verið á Íslandi í sumar.

„Ég var með Black Ghost túbu undir og góðan krók og tók fantalega á honum,“ sagði Trausti í samtali við Sporðaköst. Margeir háfaði hann meistaralega á slaginu klukkan eitt." Heyra mátti ósvikna gleðina og stoltið í rödd í Trausta þegar hann svaraði; „Já þetta er minn langstærsti.“

Eins og Trausti sagði. Þessi mynd segir allt.
Eins og Trausti sagði. Þessi mynd segir allt. Ljósmynd/MV

Það hefur verið minna um veiða og sleppa á Iðunni en víða annars staðar. Það var því af nokkurri varkárni sem næsta spurning var borin fram. Slepptirðu honum?

Það stóð ekki á svari. „Já. Að sjálfsögðu.“

Í sameiningu mældu þeir fiskinn og stóð hann 104 sentímetra. Einum sentímetra styttri en Ásalaxinn sem breskur lávarður veiddi í Langhyl. Jafn langur Þverárlaxinum sem Snorri Viðarsson veiddi 15. júní.

Að lokinni mælingu. Staðfestur 104 sentímetrar og sleppt.
Að lokinni mælingu. Staðfestur 104 sentímetrar og sleppt. Ljósmynd/MV

Hversu magnað var þetta?

„Skoðaðu myndirnar. Ég held að þær segi allt,“ sagði Trausti sem er öllum hnútum kunnugur í laxveiði og vinnur meðal annars við leiðsögn í Ytri – Rangá. Þetta er rétt hjá Trausta. Myndirnar segja allt sem segja þarf.

Athugasemd

Nokkrar athugasemdir vegna fréttarinnar hafa borist. Bent var á að þetta er Hvítá við Iðu og leiðréttist það hér með. Hins vegar er svæðið oft kallað Iðan og féll blaðamaður í þá gryfju að kalla svæðið bara Iðuna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert