Hundurinn beit í línuna og dró laxinn

Þórður Þórkelsson læknir lenti í skemmtilegu en ofurlítið stressandi ævintýri á Gíslastöðum í Hvítá fyrir skemmstu. Hann setti í stórlax og fékk óumbeðna aðstoð frá labradortík. Þórður segir að sér hafi hreinlega ekki orðið um sel þegar að tíkin Díana sem er fimmtána mánaða gömul stakk sér til sunds þegar hann var að þreyta stórlax. „Ég var sem betur fer með sterkan taum og stóran öflugan krók. Díana sá laxinn skammt frá landi og þegar laxinn varð var við hana þá tók hann roku út aftur. Þar kom hann aftur í yfirborðið og tíkin með það sama stakk sér til sunds. Hún var vör við línuna og virtist greinilega tengja að laxinn væri á línunni. Hún var komin töluvert langt út og náði línunni í kjaftinn og beit um hana og byrjaði að synda í land til mín með hana,“ sagði Þórður í samtali við Sporðaköst.

Edda Björk Þórðardóttir, eigandi Díönu og dóttir Þórðar náði að mynda atvikið og fylgir myndbandið fréttinni. Nokkuð vindhljóð er á því en heyra má að Edda er hissa og stressuð. Þau feðgin voru bæði áhyggjufull um að afskipti Díönu myndu leiða til þess að fiskurinn tapaðist. En öflugur búnaður sem Þórður var með gerði það að verkum að allt fór vel. Laxinn mældist 93 sentímetrar og tók fluguna Dollý sem Einar Páll Garðarsson hannaði og sagt hefur verið frá hér á Sporðaköstum.

Þegar atvikið var rætt við Þórð sagði hann að engu líkara hefði verið en að rótgróið eðli labradorsins hefði komið upp í tíkinni við að sjá laxinn synda frá veiðimanni og út í dýpið. Hann fletti upp upplýsingum um labradorinn og hvernig hann var ræktaður á sínum tíma og til hvers. Á síðunni pethealhnetwork.com fann hann upplýsingar sem styðja við þetta.

„Labrador Retriver eru þekktir fyrir góða sundfærni, sem kemur meðal annars til af sundfitum sem þeir eru með. Tegundin á rætur sínar að rekja til Nýfundalands og Labrador, þar sem forfeðurnir voru notaður til hjálpar við veiðar. Sóttu þeir fiska sem losnuðu úr veiðarfærum og voru notaðir til að draga net,“ segir um labradorinn á þeirri síðu. Kemur það heim og saman við hegðun Díönu þegar hún aðstoðaði við löndunina á stórlaxinum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka