Suðurland með flestar ár á topplistanum

Rennt fyrir lax í Þjórsá. Hún er ein af fjórum …
Rennt fyrir lax í Þjórsá. Hún er ein af fjórum ám á Suðurlandi sem er á topp tíu listanum yfir aflahæstu laxveiðiárnar í sumar. mbl.is/Einar Falur

Lokatölur úr laxveiðinni eru nú að koma í hús og fyrstu árnar eru þegar búnar að loka. Enn er tæpur mánuður eftir í sunnlensku sleppiánum. Rangárnar áttu báðar ágætis viku og skiluðu báðar veiði yfir tvö hundruð laxa. Miðfjarðará kom sér í gamalkunnugt sæti, sem er þriðja sætið á listanum og og þar með í efsta sæti yfir náttúrulegar laxveiðiár. Lokaspretturinn í Vopnafirði er drjúgur og bæði Selá og Hofsá tryggja sig inn á topp tíu listann. Þá er ánægjuefni að sjá Langá skríða yfir þúsund laxa múrinn, en þar eru nú síðustu veiðidagarnir.

Affallið kom sér inn á topp tíu listann með hundrað laxa viku og líklegt að Affallið eigi eftir að fara hærra á listanum.

Þegar horft er á landshluta er Suðurland með fjórar af topp tíu ánum. Það eru báðar Rangárnar, Affalið og Urriðafoss. Hofsá og Selá eru fulltrúar NA – lands. Vesturland geymir þrjár af þessum lista og eru það, Norðurá, Þverá/Kjarrá og Langá. Miðfjarðá er svo fulltrúi Norðurlands.

Endaspretturinn í mörgum ám verður áhugaverður og má þar nefna Laxá í Kjós, Stóru – Laxá og Laxá í Dölum, sem eru allar þekktar fyrir góða september veiði.

Við birtum hér topp tíu listann og í sviga fyrir aftan er fjöldi laxa sem höfðu veiðst á sama tíma í fyrra. Þriðja talan er svo vikuveiði síðustu viku.

1. Ytri – Rangá og Vesturb. Hólsár 4.442 (3.082) Vikuveiði 209

2. Eystri – Rangá 3.412 (2.886) Vikuveiði 221

3. Miðfjarðará 1.474 (1.796) Vikuveiði 81

4. Þverá/Kjarrá  1.414* Von á lokatölum

5. Norðurá 1348 (1.431) Lokatölur

6. Hofsá 1.211 (601) Vikuveiði 66

7. Selá 1.164 (764) Vikuveiði 47

8. Langá  1.038 (785) Vikuveiði 78

9. Urriðafoss 983 *Nýjar tölur vantar

10. Affallið 870 *Vantar tölur 2021. Vikuveiði 100

Þessar tölur eru fengnar af vef Landssambands veiðifélaga angling.is og þar má finna upplýsingar um fjölmargar laxveiðiár.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert