UST leggur til fjölgun daga á rjúpu

Rjúpnaveiði hefst að öllu óbreyttu í byrjun næsta mánaðar. Tillögur …
Rjúpnaveiði hefst að öllu óbreyttu í byrjun næsta mánaðar. Tillögur Umhverfisstofnunar liggja fyrir en ráðherra mun taka og tilkynna endanlega ákvörðun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umhverfisstofnun (UST) hefur skilað tillögum sínum til ráðherra vegna komandi rjúpnatímabils. Undanfarna daga hefur gætt vaxandi óánægju meðal skotveiðimanna hversu dregist hefur á langinn að gefið verði út með hvaða fyrirkomulagi verður heimilt að veiða rjúpu þetta veiðitímabilið. Skotveiðifélag Íslands birti færslu á Facbook síðu sinni fyrr í dag þar sem upplýst er að tillögurnar séu komnar til ráðherra. Á þeim tillögum byggir ráðherra svo sína ákvörðun. Það sem er ljóst við skoðun á tillögum UST er tvennt. Leyft verður að veiða rjúpu og UST leggur til fleiri daga en í fyrra. Færslan í heild sinni hljóðar svo.

„Tillögur frá Umhverfisstofnun til ráðherra vegna komandi rjúpnaveiðitímabils Nóvember: Frá og með 1. nóvember til og með 30. nóvember- frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili og að veiðar hefjist á hádegi (21 dagur). Desember: Frá og með 2. desember til og með 4. desember- frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili og að veiðar hefjist á hádegi (3 dagar).

Samtals 24 dagar, upphafleg tillaga hljóðaði upp á 21 dag í nóvember en SKOTVÍS gat engan veginn samþykkt það í ljósi rannsókna á veiðihegðan veiðimanna. Fjöldi leyfilegra veiðidaga eykur ekki fjölda sóknardaga.

Rannsóknir á veiðihegðun veiðimanna sína að fjöldi veiðidaga fjölgar ekki …
Rannsóknir á veiðihegðun veiðimanna sína að fjöldi veiðidaga fjölgar ekki sóknardögum hjá veiðimönnum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson


SKOTVÍS vildi fá 68 daga í ljósi þeirra niðurstaðna og vildi fá rökstuðning fyrir fækkun daga, hversu mikið og af hverju. SKOTVÍS fékk ekki þá umræðu en bara þau skilaboð að þetta ætti að vera það sama og í fyrra. SKOTVÍS vildi að lágmarki fá seinustu helgina í október inn og fyrstu í desember. Lágmarkskrafa að halda áfram að fjölga dögum.“

Nú er málið í höndum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra sem tekur endanlega ákvörðun um fyrirkomulag á veiðunum.

Rjúpnastofninn er í uppsveiflu þó svo að afkomubrestur hafi verið staðfestur í ákveðnum landshlutum. Engu að síður er uppsveiflan staðfest þó að hægt hafi á henni. Væntanlega er Umhverfisstofnun að taka tillit til þess þegar hún leggur til að fjölga dögum úr 22, eins og þetta var í fyrra, í 24 daga.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert