Fimmþúsundkallinn úr Ytri – Rangá

Sindri R. Sævarsson með fimmþúsundkallinn úr Ytri - Rangá. Fiskur …
Sindri R. Sævarsson með fimmþúsundkallinn úr Ytri - Rangá. Fiskur númer fimm þúsund veiddist í Stallsmýrarfljóti og tók Toby. Áin endaði í sléttum fimm þúsund fiskum í dag. Ljósmynd/IO

Fimm þúsundasti laxinn veiddist í Ytri–Rangá í dag. Sporðaköst ræddu við Stefán Sigurðsson leigutaka í morgun og forvitnuðust um stöðuna. „Það vantar 24 fiska þannig að þetta væntanlega kemur á morgun,“ sagði Stefán sem var einmitt fyrir austan í dag.

Það merkilega gerðist svo í dag að þegar upp var staðið veiddust 24 laxar í Ytri–Rangá í dag og stendur áin því í nákvæmlega fimm þúsund löxum þegar veiðidegi er lokið.

Þetta er besta veiði í Ytri–Rangá frá því 2017 þegar veiddust þar 7.451 lax. 

Eftir því sem næst verður komist veiddist lax númer fimm þúsund í Stallsmýrarfljóti og tók hann Toby-spún.

„Já. Þetta var svolítið magnað. Eins og ég sagði við þig í morgun vantaði 24 fiska í fimm þúsund og það var nákvæmlega heildarveiði dagsins,“ sagði Stefán Sigurðsson kátur í bragði, eftir að ljóst varð að 24 fiskar komu á land í dag.

„Auðvitað er frábært að fá svona vind í seglin fyrsta árið sem við erum að reka ána. Þetta er búið að ganga mjög vel og það er búið að vera nóg af fiski og er það enn. Þetta er það mikið magn af laxi að ég held að allir hafi farið ánægðir frá okkur í sumar. Sáu mikið og veiðin hefur verið með ágætum,“ upplýsti Stefán.

Ytri–Rangá og vesturbakki Hólsár er aflahæsta veiðisvæðið á Íslandi í ár og ljóst að það breytist ekki þessa síðustu daga sem lifa af veiðitímanum. Veitt er til 20. október í báðum Rangánum, en sú eystri er í kringum 3.700 laxa.

Affallið tók ágætlega við sér í haust og er áin komin yfir þúsund laxa en þar er einnig veitt til 20. október eins og í öðrum ám sem byggja alfarið á seiðasleppingum. Þverá í Fljótshlíð hefur valdið vonbrigðum í sumar og hafa þar veiðst 160 laxar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka