Veiðisumarið gert upp – fyrsti þáttur

Hvernig veiðisumar var þetta? Hvernig verður næsta sumar? Verður allt fullt af hnúðlaxi? Hækka þessi veiðileyfi bara endalaust í verði? Þessar spurningar og margar fleiri eru viðfangsefni í fyrsta uppgjörsþætti Sporðakasta af þremur, um veiðisumarið 2022.

Fjórir gestir hefja leik og það eru; Guðni Guðbergsson, sviðstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, Katrín Pétursdóttir, oft kennd við Lýsi, Sigurður Haugur, fluguhönnuður og rithöfundur og Jón Þór Júlíusson framkvæmdastjóri Hreggnasa sem er með nokkrar ár á leigu.

Eins og fyrr segir er þetta fyrsti þáttur af þremur og verða hinir tveir birtir næstu fimmtudaga. Þá verða nýir gestir með aðrar áherslur. En sjón er sögu ríkari og þátturinn er rétt um klukkustundarlangur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka