Áframhaldandi bati og fleiri stórlaxar

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, telur líkur á áframhaldandi bata í laxveiðinni næsta sumar. Hann fór yfir stöðuna, út frá þeirri vitneskju sem þegar liggur fyrir, í fyrsta uppgjörsþætti Sporðakasta.

Guðni býst ekki við neinu metsumri en segir að seiðaþéttleiki í flestum ám sé góður og hvergi sé að finna nein viðvörunarljós, hvað það varðar. Aukin smálaxagengd nú í sumar segir hann auka líkur á meira magni af stórlaxi næsta sumar.

Síðasta sumar skilaði bata í veiðinni frá fyrra ári og telur Guðni allar líkur á að sá bati haldi áfram. Hér með fylgir brot úr þættinum þar sem Guðni tekur saman stöðuna og útlit fyrir næsta veiðisumar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka